Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar 4. desember 2025 13:32 Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð. Stofnun hennar árið 2018 er runnin undan rifjum þáverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínar Jakobsdóttur. Hvílík framsýni sem þáverandi forsætisráðherra sýndi með stofnun hennar enda nauðsynlegt að geta spáð fyrir um framtíðina. Hins vegar átti engin von á að Ísland myndi feta þessa slóð enda er tilhneigingin hér á landi að skipuleggja allt á síðustu stundu. Við lifum þó í heimi stöðugra breytinga og því mikilvægt að staldra við og gefa sér tíma til að skilja betur áskoranir morgundagsins og geta sé fyrir þær kreppur og krísur sem þeim fylgja. Fjölmargar afleiðingar loftslagsbreytinga Fyrir tíu árum, þegar Parísarsamkomulagið leit dagsins ljós var heimurinn allt annar. Hvílkt örar breytingar og aukin skautun á alþjóðasviðinu á 10 árum! Þá vorum við ekki að tala um Brexit, annað kjörtímabil Donalds Trumps og mögulega valdatöku popúlista í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Við erum að átta okkur á að hlýnun jarðar gæti náð +4 gráðum, ef ekki meira, í stað +1,5 eða +2 gráða líkt og Parísarsamkomulagið gerði ráð fyrir. Lykilatriði sem við þurfum að gera okkur grein fyrir þegar horft er til þess hvernig heimurinn muni líta út í framtíðinni er að loftslagsbreytingar hafa áhrif. Skautun eykst og popúlismi fær byr undir báða vængi. Það er þegar sláandi að bera saman fyrri og seinni forsetatíð Trumps. Ef horft er til Grænlandskreppunnar einnar virðist Trump 1.0 vera „mjúkt“ tímabil samanborið við Trump 2.0. Hugsanlega mun Trump 2.0 einnig birtast sem „mjúkt“ tímabil eftir tíu ár. Gervigreind og ungviðið okkar Framtíðarnefnd er gagnlegt tæki til að hug að atriðum sem geta haft gríðarleg áhrif á framtíð okkar, gervigreind og netöryggi eru bara eitt dæmi. Hún gæti líka skoðað hvernig þróun geópólitískts umhverfis okkar hefur áhrif á ákveðnar hugmyndir eða sýn sem sumir kunna að hafa eða skulum við kalla það frosna sýn þar sem við erum úr landi ísa. Við byggjum ekki framtíð barna okkar með úreltum hugbúnaði. Það er í raun það sem framtíðarnefnd snýst um. Áhrif gervigreindar á samfélög okkar og unga fólkið hafa þegar verið, vægast sagt, gríðarleg. Margvíslega áhrif stafræna heimsins og afleiðingar loftslagsbreytinga eru meðal stóru málanna sem munu halda okkur uppteknum á næstunni. Það er einmitt hlutverk framtíðarnefndar að skoða þetta og tryggja að stjórnmálamenn okkar geti betur haft þessi atriði í huga þegar þeir móta stefnu. Ísland árið 2040 Geópólitíkin hefur svo áhrif á þessi tvö stóru mál sem munu halda okkur upptenknum í nánustu framtíð. Það gæti því verið áhugavert fyrir framtíðarnefndina að skoða stöðu Íslands í breyttum heim, gera sér grein fyrir hvaða ísjakar gætu verið á leiðinni – hvað hefur áhrif á sýnina? Að hugsa um Ísland árið 2040 er í raun að hugsa um daginn eftir morgundaginn. Svo margt getur haft áhrif í millitíðinni. Stefnumótun sem hugsuð er í dag þarf því að byggjast á morgundeginum, og helst á deginum eftir morgundag. Horfum fram á veginn til ársins 2030. Hvernig verður efnahagsumhverfi okkar, þ.e. Evrópu, eftir 5 ár, þegar við höfum í huga öfga hægrið og popúlista við völd, í mismiklum mæli, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi? Að ógleymdu raunhæfum möguleika á að Rússland ráðist inn í ESB-land, eitt eða fleiri, til dæmis áður en forsetatíð Trumps lýkur. Með því léti Kremlin reyna á viðbrögð Bandaríkjanna, sem eru kannski ekki 100% tryggð, nema hugsanlega gegn mjög háu verði fyrir Evrópubúa. Nú, horft til ársins 2040. Það kæmi ekki á óvart ef Svíþjóð yrði að lokum fyrsta Norðurlandið, sem jafnframt á aðild að ESB og er enn án evrunnar, til að taka hana upp. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til umræðu í Danmörku, sem í raun notar nú þegar evruna þar sem danska krónan er bundin við hana. Innleiðing evrunnar í Danmörku, og þar með á Grænlandi og Færeyjum, mynd óhjákvæmilega vekja upp frekari umræður í Noregi og hér á Íslandi. Þetta eru bara nokkur dæmi sem sýna hvernig utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur og hvers vegna það er mikilvægt að stjórnamálamenn vandi vel til verka, setjist niður og hug að því umhverfi sem Ísland mun finna sig í til lengri og skemmri tíma. Spá, spá, spáð Finnska þingið hefur haft framtíðarnefnd frá árinu 1993. Hitt norræna þingið sem hefur framtíðarnefnd er Alþingi, óneitanlega mikill kostur fyrir landið. Helst ættu öll norræn þing að hafa eina og það ætti að huga að frekara norrænu samstarfi á þessu sviði. Sérstaklega þar sem Norðurlöndin stefna að því að verða samþættasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Norðurlöndin eru á góðri leið með að verða eitt mest aðlaðandi svæði í heimi, að hluta til vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Þetta mun skapa áskoranir sem þarf að gera ráð fyrir við framtíðar stefnumótun. Í stuttu máli, framtíðarnefnd gerir ákvörðunaraðilum í viðkomandi landi kleift að vera áfram vakandi og umfram allt, forðast að falla í grifju fastmótaðrar framtíðarsýnar, þar sem heimurinn er einfaldlega eins og við viljum að hann sé. Við viljum ekki láta öldurnar komi okkur á óvart – betra er að geta stigið þær. Höfunður er ráðgjafi og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð. Stofnun hennar árið 2018 er runnin undan rifjum þáverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínar Jakobsdóttur. Hvílík framsýni sem þáverandi forsætisráðherra sýndi með stofnun hennar enda nauðsynlegt að geta spáð fyrir um framtíðina. Hins vegar átti engin von á að Ísland myndi feta þessa slóð enda er tilhneigingin hér á landi að skipuleggja allt á síðustu stundu. Við lifum þó í heimi stöðugra breytinga og því mikilvægt að staldra við og gefa sér tíma til að skilja betur áskoranir morgundagsins og geta sé fyrir þær kreppur og krísur sem þeim fylgja. Fjölmargar afleiðingar loftslagsbreytinga Fyrir tíu árum, þegar Parísarsamkomulagið leit dagsins ljós var heimurinn allt annar. Hvílkt örar breytingar og aukin skautun á alþjóðasviðinu á 10 árum! Þá vorum við ekki að tala um Brexit, annað kjörtímabil Donalds Trumps og mögulega valdatöku popúlista í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Við erum að átta okkur á að hlýnun jarðar gæti náð +4 gráðum, ef ekki meira, í stað +1,5 eða +2 gráða líkt og Parísarsamkomulagið gerði ráð fyrir. Lykilatriði sem við þurfum að gera okkur grein fyrir þegar horft er til þess hvernig heimurinn muni líta út í framtíðinni er að loftslagsbreytingar hafa áhrif. Skautun eykst og popúlismi fær byr undir báða vængi. Það er þegar sláandi að bera saman fyrri og seinni forsetatíð Trumps. Ef horft er til Grænlandskreppunnar einnar virðist Trump 1.0 vera „mjúkt“ tímabil samanborið við Trump 2.0. Hugsanlega mun Trump 2.0 einnig birtast sem „mjúkt“ tímabil eftir tíu ár. Gervigreind og ungviðið okkar Framtíðarnefnd er gagnlegt tæki til að hug að atriðum sem geta haft gríðarleg áhrif á framtíð okkar, gervigreind og netöryggi eru bara eitt dæmi. Hún gæti líka skoðað hvernig þróun geópólitískts umhverfis okkar hefur áhrif á ákveðnar hugmyndir eða sýn sem sumir kunna að hafa eða skulum við kalla það frosna sýn þar sem við erum úr landi ísa. Við byggjum ekki framtíð barna okkar með úreltum hugbúnaði. Það er í raun það sem framtíðarnefnd snýst um. Áhrif gervigreindar á samfélög okkar og unga fólkið hafa þegar verið, vægast sagt, gríðarleg. Margvíslega áhrif stafræna heimsins og afleiðingar loftslagsbreytinga eru meðal stóru málanna sem munu halda okkur uppteknum á næstunni. Það er einmitt hlutverk framtíðarnefndar að skoða þetta og tryggja að stjórnmálamenn okkar geti betur haft þessi atriði í huga þegar þeir móta stefnu. Ísland árið 2040 Geópólitíkin hefur svo áhrif á þessi tvö stóru mál sem munu halda okkur upptenknum í nánustu framtíð. Það gæti því verið áhugavert fyrir framtíðarnefndina að skoða stöðu Íslands í breyttum heim, gera sér grein fyrir hvaða ísjakar gætu verið á leiðinni – hvað hefur áhrif á sýnina? Að hugsa um Ísland árið 2040 er í raun að hugsa um daginn eftir morgundaginn. Svo margt getur haft áhrif í millitíðinni. Stefnumótun sem hugsuð er í dag þarf því að byggjast á morgundeginum, og helst á deginum eftir morgundag. Horfum fram á veginn til ársins 2030. Hvernig verður efnahagsumhverfi okkar, þ.e. Evrópu, eftir 5 ár, þegar við höfum í huga öfga hægrið og popúlista við völd, í mismiklum mæli, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi? Að ógleymdu raunhæfum möguleika á að Rússland ráðist inn í ESB-land, eitt eða fleiri, til dæmis áður en forsetatíð Trumps lýkur. Með því léti Kremlin reyna á viðbrögð Bandaríkjanna, sem eru kannski ekki 100% tryggð, nema hugsanlega gegn mjög háu verði fyrir Evrópubúa. Nú, horft til ársins 2040. Það kæmi ekki á óvart ef Svíþjóð yrði að lokum fyrsta Norðurlandið, sem jafnframt á aðild að ESB og er enn án evrunnar, til að taka hana upp. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til umræðu í Danmörku, sem í raun notar nú þegar evruna þar sem danska krónan er bundin við hana. Innleiðing evrunnar í Danmörku, og þar með á Grænlandi og Færeyjum, mynd óhjákvæmilega vekja upp frekari umræður í Noregi og hér á Íslandi. Þetta eru bara nokkur dæmi sem sýna hvernig utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur og hvers vegna það er mikilvægt að stjórnamálamenn vandi vel til verka, setjist niður og hug að því umhverfi sem Ísland mun finna sig í til lengri og skemmri tíma. Spá, spá, spáð Finnska þingið hefur haft framtíðarnefnd frá árinu 1993. Hitt norræna þingið sem hefur framtíðarnefnd er Alþingi, óneitanlega mikill kostur fyrir landið. Helst ættu öll norræn þing að hafa eina og það ætti að huga að frekara norrænu samstarfi á þessu sviði. Sérstaklega þar sem Norðurlöndin stefna að því að verða samþættasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Norðurlöndin eru á góðri leið með að verða eitt mest aðlaðandi svæði í heimi, að hluta til vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Þetta mun skapa áskoranir sem þarf að gera ráð fyrir við framtíðar stefnumótun. Í stuttu máli, framtíðarnefnd gerir ákvörðunaraðilum í viðkomandi landi kleift að vera áfram vakandi og umfram allt, forðast að falla í grifju fastmótaðrar framtíðarsýnar, þar sem heimurinn er einfaldlega eins og við viljum að hann sé. Við viljum ekki láta öldurnar komi okkur á óvart – betra er að geta stigið þær. Höfunður er ráðgjafi og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun