Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 11:20 Stór áform eru um landeldi á Suðurlandi, meðal annars við Þorlákshöfn. Þau gætu allt að þrefaldað jarðvarmanotkun á næstu áratugum samkvæmt nýrri orkuspá. Vísir/Arnar Halldórsson Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð. Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Brú Talent kaupir Geko Consulting Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Lofar að koma böndum á CNN Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Sjá meira
Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð.
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Brú Talent kaupir Geko Consulting Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Lofar að koma böndum á CNN Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Sjá meira