Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun