Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 12:00 Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun