Miðflokkurinn rýkur upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2025 12:00 Forysta Miðflokksins. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson, nýr varaformaður. vísir/lýður valberg Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú. Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú.
Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira