Hafna aftur tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 11:07 Vladimír Pútin og Dmitrí Peskóv. AP/Grigory Sysoyev, Sputnik Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um skilyrðislaust vopnahlé svo hægt sé að hefja almennilegar friðarviðræður. Trump hefur áður lagt fram sambærilegar tillgöur sem Úkraínumenn hafa samþykkt en Rússar ekki. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að afstaða Rússa gagnvart tillögum þessum væri óbreytt. Sú afstaða er, eins og Pútín hefur ítrekað tekið fram, að leysa þurfi „grunnástæður“ stríðsins í Úkraínu. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Á viðburði í Rússlandi í morgun sagði Pútín að Rússar væru að reyna að skapa nýjan heim sem væri alfarið án nútíma nýlendustefnu og Rússahaturs. Þessi nýi heimur ætti að einkennast af virðingu fyrir menningu annarra, höfnun á rasisma og Rússahatri og að ekki ætti að leyfa ríkjum koma vilja sínum yfir önnur sjálfstæð ríki. Þrýstir aftur á Úkraínumenn Trump sagði við blaðamenn í gærkvöldi að hann væri þeirrar skoðunar að skipta þyrfti Donbas-svæðinu svokallaða, Dónetsk og Lúhansk, upp í þau svæði sem fylkingarnar stjórna nú. Stöðva þurfi átökin á víglínunni eins og hún er og seinna meir geti Úkraínumenn og Rússar samið. Átökin þurfi að „stoppa á víglínunni. Farið heim. Hættið að berjast. Hættið að drepa fólk,“ sagði Trump. Fox sýndi viðtal við Trump í gær, sunnudag, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei sætta sig við að fá ekki neitt eftir fjögurra ára stríð í Úkraínu. „Þeir börðust og hann er með mikið af landsvæði. Hann hefur unnið tiltekið landsvæði,“ sagði Trump um Pútín, í viðtali sem tekið var upp á fimmtudaginn í síðustu viku, áður en Trump ræddi við Pútín og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sjá einnig: Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Fyrir símtalið með Pútín gaf Trump til kynna að hann væri tilbúinn til að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi og jafnvel selja Úkraínumönnum bandarískar stýriflaugar. Sá tónn breyttist mjög eftir símtalið en Trump hefur ítrekað neitað að standa við stóru orðin þegar kemur að Rússlandi. Trump tilkynnti eftir símtalið að hann ætlaði að funda með Pútín í Ungverjalandi á næstunni. Peskóv sagði í morgun að Pútín vonaðist til þess að þar væri hægt að finna tækifæri til að koma á friði í Úkraínu. Það væri það mikilvægasta sem yrði rætt á fundinum en einnig yrðu samskipti Bandaríkjanna og Rússlands rædd. Financial Times segir að á fundi Trumps og Selenskís á föstudaginn hafi Trump ítrekað fyrir Úkraínumönnum að Pútín hefði sagt sér að innrásin í Úkraínu væri ekki stríð, heldur „sértæk hernaðaraðgerð“ eins og Rússar hafa oft kallað innrásina. Trump mun hafa sagt Selenskí að ef hann semdi ekki myndi Pútín heyja alvöru stríð gegn Úkraínu og rústa Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38 Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24 Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fundur hans með Selenskí í gær hafi verið áhugaverður og góður. Hann hvatti Selenskí til að stöðva blóðsúthellingarnar og ganga til friðarviðræðna. 18. október 2025 08:38
Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi í dag við Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu saman síðan þeir funduðu í Alaska en síðan þá er útlit fyrir að Trump hafi orðið sífellt meira ósáttur við Pútín og framgöngu rússneska forsetans. 16. október 2025 16:24
Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefði fullvissað hann um að Indland myndi hætt að kaupa olíu frá Rússlandi. 16. október 2025 06:45