Þórunn seld og tuttugu sagt upp Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2025 10:39 Sigurgeir Brynjar segir söluna á Þórunni Sveinsdóttur vera lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórnin setti áform félagsins í uppnám með hækkun veiðigjalda. Vísir/Sigurjón Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda. Greint er frá sölunni í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) en þar kemur fram að samningurinn sé undirritaður með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Skipið verður afhent nýjum eigendum í mars og munu stjórnendur og stjórn Vinnslustöðvarinnar fara yfir næstu skref félagsins í kjölfar sölunnar. Í tilkynningunni segir að Vinnslustöðin hafi áformað nýsmíði skipa í stað Kap og Drangavíkur, sem bæði eru komin til ára sinna og að félagið áformaði nýbyggingu botnfiskvinnslu sinnar. Kaup á Leo Seafood árið 2023 hafi frestað frekari fjárfestingum í botnfiskvinnslu og kaup á Þórunni Sveinsdóttur tryggt rekstraröryggi botnfiskveiða þar til ný skip væru tekin í notkun. „Öllum þessum áformum Vinnslustöðvarinnar hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú kollvarpað,“ segir í tilkynningunni. Síðan Vinnslustöðin keypti Leo Seafood og Ós hafi stjórnvöld lögfest liðlega tvöföldun veiðigjalda. Í tilfelli Óss hækki veiðigjöld um liðlega 120 milljónir króna og fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar um 850 milljónir króna þegar þau verði að fullu fram komin. Sigurgeir segir að sala Þórunnar Sveinsdóttur sé liður í lækkun skulda félagsins og auk þess hafi verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Áform um lokun Leo Seafood hafi verið kynnt með uppsögn allra starfsmanna félagsins, en nokkrir fengið endurráðningu hjá Vinnslustöðinni. „Þetta er allt hið sorglegasta mál og þvert á stefnu Vinnslustöðvarinnar, og það sem áður hefur verið sagt. Okkar stefna var að byggja upp traust og öflugt atvinnulíf í Eyjum, samfélaginu sem og þjóðinni allri til hagsbóta. En við förum ekki með lagasetningarvaldið og verðum að hlíta því. Eina sem við getum gert er að bregðast við og það erum við að gera með þessum ráðstöfunum sem bitnar á saklausu fólki, samfélaginu í Eyjum og að lokum á þjóðinni allri,“ segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Greint er frá sölunni í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) en þar kemur fram að samningurinn sé undirritaður með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Skipið verður afhent nýjum eigendum í mars og munu stjórnendur og stjórn Vinnslustöðvarinnar fara yfir næstu skref félagsins í kjölfar sölunnar. Í tilkynningunni segir að Vinnslustöðin hafi áformað nýsmíði skipa í stað Kap og Drangavíkur, sem bæði eru komin til ára sinna og að félagið áformaði nýbyggingu botnfiskvinnslu sinnar. Kaup á Leo Seafood árið 2023 hafi frestað frekari fjárfestingum í botnfiskvinnslu og kaup á Þórunni Sveinsdóttur tryggt rekstraröryggi botnfiskveiða þar til ný skip væru tekin í notkun. „Öllum þessum áformum Vinnslustöðvarinnar hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú kollvarpað,“ segir í tilkynningunni. Síðan Vinnslustöðin keypti Leo Seafood og Ós hafi stjórnvöld lögfest liðlega tvöföldun veiðigjalda. Í tilfelli Óss hækki veiðigjöld um liðlega 120 milljónir króna og fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar um 850 milljónir króna þegar þau verði að fullu fram komin. Sigurgeir segir að sala Þórunnar Sveinsdóttur sé liður í lækkun skulda félagsins og auk þess hafi verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Áform um lokun Leo Seafood hafi verið kynnt með uppsögn allra starfsmanna félagsins, en nokkrir fengið endurráðningu hjá Vinnslustöðinni. „Þetta er allt hið sorglegasta mál og þvert á stefnu Vinnslustöðvarinnar, og það sem áður hefur verið sagt. Okkar stefna var að byggja upp traust og öflugt atvinnulíf í Eyjum, samfélaginu sem og þjóðinni allri til hagsbóta. En við förum ekki með lagasetningarvaldið og verðum að hlíta því. Eina sem við getum gert er að bregðast við og það erum við að gera með þessum ráðstöfunum sem bitnar á saklausu fólki, samfélaginu í Eyjum og að lokum á þjóðinni allri,“ segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53
Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27