Fótbolti

Há­kon á­fram á skotskónum hjá Lil­le

Siggeir Ævarsson skrifar
Hákon heldur áfram að finna netmöskvana í Frakklandi.
Hákon heldur áfram að finna netmöskvana í Frakklandi. Vísir/Getty

Landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille gerðu góða ferð til Nantes í kvöld þar sem liðið sótti 0-2 útisigur. Hákon skoraði fyrra mark Lille í leiknum.

Þetta var þriðja mark Hákons í deildinni þetta haustið og hann er í augnablikinu markahæsti leikmaður liðsins ásamt Hamza Igamane, sem skoraði seinna markið í kvöld.

Markamaskínan Olivier Giroud leikur í fremstu víglínu Lille og lagði upp mark Hákons í kvöld en Lille hafði mikla yfirburði í leiknum.

Lille er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. Kærkominn sigur fyrir Hákon og félaga en liðið hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 14. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×