Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 21:59 Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Isaac Herzog, forseti Ísraels. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. Þessi viðvörun Trumps kemur eftir að hann gerði lítið úr átökum á svæðinu sem brutust út eftir að vopnahlé og gíslasamningur milli Ísraels og Hamas tók gildí í síðustu viku. Trump sagði á þriðjudag að Hamas hefði útrýmt „nokkrum mjög slæmum gengjum“ og drepið fjölda meðlima þeirra. „Það truflaði mig ekki mikið, ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Forsetinn gaf ekkert út um það hvernig hann myndi fylgja eftir áðurnefndri hótun sinni sem birt var í færslu á samfélagmiðlinum Truth Social. Þá hefur Hvíta húsið ekki orðið við ósk fjölmiðla um frekari skýringar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Trump gaf til kynna að hann hefði takmarkaða þolinmæði fyrir drápum Hamas á andstæðingum þeirra innan Gasa. „Þeir munu afvopnast, og ef þeir gera það ekki, munum við afvopna þá, og það mun gerast hratt og kannski með ofbeldi,“ sagði Trump. Aðrir hópar fyllt í tómið Lögreglan á Gasa sem er undir stjórn Hamas viðhélt öryggisstigi á svæðinu eftir að Hamas náði þar völdum fyrir 18 árum og beitti sér einnig gegn andófsmönnum. Hún hvarf að mestu síðustu mánuði þegar Ísraelsher hertók stór svæði á Gasa og gerðu árásir á öryggissveitir Hamas, að sögn AP. Í stað þeirra hafi valdamiklar fjölskyldur á svæðinu og vopnuð glæpagengi, þar á meðal andstæðingar Hamas sem Ísrael styðji, fyllt í tómarúmið sem myndaðist. Mörg eru sökuð um að hafa stolið mannúðarbirgðum, selt þær í gróðaskyni og þannig ýtt undir hungursneyð á svæðinu. Bandaríkin tilkynntu í síðustu viku að þau ætluðu að senda um 200 hermenn til Ísraels til að styðja við og fylgjast með vopnahléssamkomulaginu á Gasa. Eru þeir sagðir vinna saman að því með samstarfsríkjum og frjálsum félagasamtökum. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn lagt áherslu á að bandarískir hermenn muni ekki stíga fæti inn á Gasa. Palestína Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Þessi viðvörun Trumps kemur eftir að hann gerði lítið úr átökum á svæðinu sem brutust út eftir að vopnahlé og gíslasamningur milli Ísraels og Hamas tók gildí í síðustu viku. Trump sagði á þriðjudag að Hamas hefði útrýmt „nokkrum mjög slæmum gengjum“ og drepið fjölda meðlima þeirra. „Það truflaði mig ekki mikið, ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Forsetinn gaf ekkert út um það hvernig hann myndi fylgja eftir áðurnefndri hótun sinni sem birt var í færslu á samfélagmiðlinum Truth Social. Þá hefur Hvíta húsið ekki orðið við ósk fjölmiðla um frekari skýringar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Trump gaf til kynna að hann hefði takmarkaða þolinmæði fyrir drápum Hamas á andstæðingum þeirra innan Gasa. „Þeir munu afvopnast, og ef þeir gera það ekki, munum við afvopna þá, og það mun gerast hratt og kannski með ofbeldi,“ sagði Trump. Aðrir hópar fyllt í tómið Lögreglan á Gasa sem er undir stjórn Hamas viðhélt öryggisstigi á svæðinu eftir að Hamas náði þar völdum fyrir 18 árum og beitti sér einnig gegn andófsmönnum. Hún hvarf að mestu síðustu mánuði þegar Ísraelsher hertók stór svæði á Gasa og gerðu árásir á öryggissveitir Hamas, að sögn AP. Í stað þeirra hafi valdamiklar fjölskyldur á svæðinu og vopnuð glæpagengi, þar á meðal andstæðingar Hamas sem Ísrael styðji, fyllt í tómarúmið sem myndaðist. Mörg eru sökuð um að hafa stolið mannúðarbirgðum, selt þær í gróðaskyni og þannig ýtt undir hungursneyð á svæðinu. Bandaríkin tilkynntu í síðustu viku að þau ætluðu að senda um 200 hermenn til Ísraels til að styðja við og fylgjast með vopnahléssamkomulaginu á Gasa. Eru þeir sagðir vinna saman að því með samstarfsríkjum og frjálsum félagasamtökum. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn lagt áherslu á að bandarískir hermenn muni ekki stíga fæti inn á Gasa.
Palestína Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira