Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar 23. september 2025 15:01 Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hilmar Harðarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun