Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2025 08:00 Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar