Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2025 11:32 Lögreglan í Pennsylvaníu var með umfangsmikið viðbragð eftir skotbardagann. AP/Matt Slocum Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Gærdagurinn er talinn einn sá blóðugasti fyrir lögregluþjóna í Pennsylvaníu um árabil. Skotbardaginn varð í North Codorus Township, sem er tiltölulega strjálbýlt svæði í Pennsylvaínu en þar búa tæplega tíu þúsund manns. Washington Post hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar að umræddir lögregluþjónar hafi verið að fylgja eftir rannsókn sem tengist einhverskonar heimiliserjum eða ofbeldi. Lögreglan hefur varist því að gefa upp frekari upplýsingar á þeim grunni að enn eigi eftir að fara í húsleit vegna rannsóknarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hverjir lögregluþjónarnir eru, frá hvaða embættum þeir voru eða hver maðurinn sem skaut þá og var svo skotinn var. Þungvopnaður í felulitum CNN hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að umræddir lögregluþjónar hafi verið að framfylgja handtökuskipun gegn manni vegna ásakana um að hann hefði áreitt fyrrverandi kærustu sína og hrellt hana. Maðurinn fannst ekki heima hjá sér og var verið að leita að honum. Þegar lögregluþjónar fóru heim til kærustunnar var maðurinn þar, samkvæmt heimildum CNN, þungvopnaður og í felulitum. Óljóst er hvort að hann hafi verið að bíða eftir lögregluþjónum eða konunni. AP fréttaveitan hefur eftir manni sem býr í nágrenni við staðinn þar sem skotbardaginn varð. Hann segist hafa heyrt þó nokkuð mörgum skotum hleypt af. Lögreglan hafi í kjölfarið verið með umfangsmikið viðbragð, þyrlu og um þrjátíu lögreglubíla. Hinir særðu lögregluþjónar eru sagðir í alvarlegu en stöðugu ásigkomulagi á sjúkrahúsi. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, segir atvikið hafa valdið mikilli skelkun á svæðinu kringum North Codorus og að gærdagurinn hafi verið einstaklega sorglegur fyrir allt ríkið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Gærdagurinn er talinn einn sá blóðugasti fyrir lögregluþjóna í Pennsylvaníu um árabil. Skotbardaginn varð í North Codorus Township, sem er tiltölulega strjálbýlt svæði í Pennsylvaínu en þar búa tæplega tíu þúsund manns. Washington Post hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar að umræddir lögregluþjónar hafi verið að fylgja eftir rannsókn sem tengist einhverskonar heimiliserjum eða ofbeldi. Lögreglan hefur varist því að gefa upp frekari upplýsingar á þeim grunni að enn eigi eftir að fara í húsleit vegna rannsóknarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hverjir lögregluþjónarnir eru, frá hvaða embættum þeir voru eða hver maðurinn sem skaut þá og var svo skotinn var. Þungvopnaður í felulitum CNN hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að umræddir lögregluþjónar hafi verið að framfylgja handtökuskipun gegn manni vegna ásakana um að hann hefði áreitt fyrrverandi kærustu sína og hrellt hana. Maðurinn fannst ekki heima hjá sér og var verið að leita að honum. Þegar lögregluþjónar fóru heim til kærustunnar var maðurinn þar, samkvæmt heimildum CNN, þungvopnaður og í felulitum. Óljóst er hvort að hann hafi verið að bíða eftir lögregluþjónum eða konunni. AP fréttaveitan hefur eftir manni sem býr í nágrenni við staðinn þar sem skotbardaginn varð. Hann segist hafa heyrt þó nokkuð mörgum skotum hleypt af. Lögreglan hafi í kjölfarið verið með umfangsmikið viðbragð, þyrlu og um þrjátíu lögreglubíla. Hinir særðu lögregluþjónar eru sagðir í alvarlegu en stöðugu ásigkomulagi á sjúkrahúsi. Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, segir atvikið hafa valdið mikilli skelkun á svæðinu kringum North Codorus og að gærdagurinn hafi verið einstaklega sorglegur fyrir allt ríkið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira