Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 07:01 Hugmyndir eru uppi í Ísrael um að innlima um 80 prósent Vesturbakkans. Getty/Amir Levy Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira