Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar 1. september 2025 15:00 Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í dag taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfi almannatrygginga. Þetta er stórt skref sem markar þáttaskil fyrir fólk með skerta starfsgetu, breyting sem byggir á margra ára vinnu, samráði við fagfólk og ekki síst á ábendingum og baráttu Öryrkjabandalags Íslands. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 af þáverandi ríkisstjórn. Það er ánægjulegt að sjá að breið sátt hefur náðst um þessa kerfisbreytingu, enda hefur ákall um umbætur verið hávær í áratugi. Markmið nýja kerfisins er einfalt en skýrt: að tryggja manneskjulegri og sanngjarnari þjónustu, bæta kjör lífeyrisþega, draga úr tekjutengingum og skapa raunverulega hvata til þátttöku á vinnumarkaði. Um leið er lögð áhersla á betri endurhæfingu, samfellu í þjónustu og að enginn falli lengur á milli kerfa. Breytt viðhorf í nýju hlutverki Það er athyglisvert að sjá hversu breið sátt hefur myndast um þessar breytingar. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, sem lengi hafði lýst yfir áhyggjum af breytingunum, hefur nú tekið heilshugar undir mikilvægi þeirra. Hún kallar þær 18 milljarða króna árlegu kjarabætur sem nýja kerfið felur í sér „mestu kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi.“ Þessi viðhorfsbreyting undirstrikar að stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkar standa saman um að hrinda þessum lausnamiðuðu breytingum í framkvæmd. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að margir komu að mótun kerfisins. Framsóknarflokkurinn á hér sína sögu; félagsmálaráðherrar úr okkar röðum hófu undirbúning að heildarendurskoðun kerfisins, lögðu grunn að samþættingu þjónustu og nýju matskerfi og nú hefur sú vinna skilað sér í breiðri sátt um úrbætur. Heildstætt stuðningskerfi til menntunar og þátttöku Þrátt fyrir jákvæðar breytingar er ljóst að enn er verk að vinna. Nýja kerfið tryggir öryggi og afkomu, en við þurfum líka að byggja upp fleiri tækifæri. Undirrituð hefur lagt fram tillögu um að koma á fót heildstæðu stuðningskerfi sem auðveldar öryrkjum að stunda menntun og endurmenntun. Menntun er lykill að þátttöku og nýjum tækifærum. Hún skapar sjálfstæði, eykur lífsgæði og gerir fleirum kleift að nýta getu sína til fulls. Stuðningskerfið sem tillagan leggur til myndi tryggja fjárhagslegt öryggi á meðan fólk er í námi, veita ráðgjöf og eftirfylgni og skapa sveigjanleika á milli menntunar, endurhæfingar og atvinnuþátttöku. Með slíku kerfi gætum við byggt ofan á þær umbætur sem nú taka gildi og gert þær enn áhrifaríkari. Þannig tryggjum við að fólk með einhverja starfsgetu hafi raunveruleg tækifæri til að nýta hana, með öryggi og sveigjanleika. Allir með í samfélaginu Lengi má gott bæta og ljóst er að kerfi eins og örorkulífeyriskerfið er gott dæmi um eitthvað sem verður ekki fullkomið. Það er í höndum okkar stjórnmálamanna að tryggja það að kerfið verði stöðugt í endurskoðun því það er nauðsynlegt að fólk sem er á örorkulífeyri hafi trygga afkomu. Í heildina litið eru breytingarnar jákvæðar og lausnamiðaðar. Þær bæta kjör langstærsta hluta lífeyrisþega og tryggja að fólk fái þann stuðning sem það þarfnast á hverjum tímapunkti. Þær eru líka vitnisburður um að hægt er að ná breiðri pólitískri sátt þegar markmiðið er skýrt og allir leggja sitt af mörkum. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að fylgja þessum breytingum eftir, svo kerfið mæti þörfum einstaklingsins og virki í framkvæmd. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar