Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar. Lykilforsenda hennar er áframhaldandi óslitinn hagvöxtur fram til ársins 2022 og að núverandi hagvaxtarskeið nái hið minnsta ellefta aldursári. Að meðaltali hafa hagvaxtarskeið á Íslandi enst í sex til sjö ár. Þrátt fyrir þessa bjartsýnu forsendu er gert ráð fyrir því að afgangur af rekstri hins opinbera verði að jafnaði rétt ríflega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu, sem seint telst ábyrg stefna. Uppsveiflur taka nefnilega enda. Endir þeirra er sjaldnast fyrirséður og því er ábyrgðarleysi að sýna ekki aga á uppgangstímum vitandi að slíkt margborgar sig þegar harðnar á dalnum. Fjármálastefnan er nú sett fram í kjölfar mikils uppgangs, tekjustofnarnir eru þandir og hafa aldrei verið meiri. Fyrirhugaður afgangur er aftur á móti agnarsmár, 1% af landsframleiðslu er aðeins um 26 milljarðar en til samanburðar hafa fjárheimildir ríkissjóðs fyrir árið 2017 þegar vaxið um svipaða upphæð frá upphaflegum áætlunum. Enn eigum við þó eftir að sjá endanlegan ríkisreikning fyrir 2017 en þar má gera ráð fyrir nokkurri aukningu útgjalda til viðbótar. Í aðdraganda bankahrunsins 2008, árin 2004-2007, nam afgangur hins opinbera 5% af landsframleiðslu og varð það ein af lífsbjörgum okkar Íslendinga hversu lítið skuldsettur ríkissjóður var. Þrátt fyrir áform um niðurgreiðslu skulda verða skuldir enn talsvert meiri 2022 en þær voru við lok síðustu uppsveiflu. Það er óábyrg stefna að búa ekki betur í haginn.Fjármálareglur stöðva ekki umframkeyrslu Vonir hafa verið bundnar við að ný lög um opinber fjármál, sem setja hallarekstur og skuldsetningu hins opinbera ákveðnar skorður, muni stuðla að auknum aga í fjármálastefnu hins opinbera. Með lögunum er lögð áhersla á langtímahugsun og bætt vinnubrögð. Slík lagasetning er skref í rétta átt og skynsamleg nálgun en því miður eru lögin ekki nægilega vel útfærð. Þau ná hvorki að hemja útgjaldavöxt á góðæristímum né kerfislega aukningu fjárheimilda frá framlagningu frumvarps til endanlegs ríkisreiknings. Ekki er komin endanleg niðurstaða fyrir útgjöld ársins 2017 en þó er ljóst að þau verða umfram fjárheimildir á sama tíma og fjármálastefnan er þensluhvetjandi. Flest þróuð ríki sem styðjast við afkomureglu leiðrétta fyrir hagsveiflunni, enda er auðveldara að fylgja einfaldri afkomureglu þegar tekjustofnar þenjast út. Þannig er tryggt að aðhalds sé gætt á uppgangstímum en að slakinn sé meiri í niðursveiflu.Lítill áhugi á að minnka álögur Á meðan lítil áhersla hefur verið á aðhald eða mikilvægi þess að draga úr opinberum umsvifum, sem eru ein þau mestu meðal OECD-ríkja, skapast ekki rými til skattalækkana. Það er einnig óábyrg stefna að festa Ísland í sessi sem háskattaríki. Á Eftir 2008 voru skattar hækkaðir, þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar nú næstum áratug síðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018 eru frekari skattahækkanir boðaðar en engar skattalækkanir, sem er miður.Tekjurnar eru ekki vandamálið Síðustu ár hefur verið forgangsraðað til heilbrigðis- og menntamála og hafa útgjöld til málaflokkanna aukist verulega umfram önnur útgjöld ríkisins. Enn er þó krafist aukinna framlaga til þessara málaflokka og er það skiljanlegt enda viljum við öll hafa slíka grunnþjónustu sem besta. Það blasir þó við að vandamálið er ekki skortur á fjármagni. Tækifærin hljóta að vera fólgin í því að auka skilvirkni og forgangsraða betur innan núverandi útgjaldaramma. Slíkt myndi um leið skila betri nýtingu á skattfé landsmhanna. Standi vilji stjórnvalda til að minnka álögur á almenning þarf að halda aftur af útgjöldum en lítið fer fyrir slíkum sjónarmiðum. Það virðist hins vegar vera samstaða um það á Alþingi að halda skattprósentum í botni í gegnum alla uppsveifluna. Einhverjir stjórnmálamenn ætla síðan að lækka skatta í næstu niðursveiflu. Af fenginni reynslu vitum við að það er útópísk hugmynd. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun