Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 26. janúar 2026 14:33 Átakið Gefum íslensku séns hefur verið hýst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frá því á haustmánuðum 2024. Tilurð og þróun verkefnisins hefur skipt miklu máli og smám saman hefur það vaxið og dafnað. Dropinn holar steininn og móttökur hafa farið fram úr björtustu vonum. Það er vitundarvakning í þjóðfélaginu um stöðu íslenskunnar og mikilvægi þess að almenningur axli ábyrgð á því að miðla tungumálinu til þeirra sem vilja setjast að, lifa og starfa hér á landi. Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur verið umtalsverð aukning í aðsókn að íslenskunámskeiðum. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri og flest þeirra vel sótt. Árið 2022 sóttu 319 einstaklingar íslenskunámskeið en árið 2025 voru það 529 einstaklingar, sem er 65% aukning á þremur árum. Átakið Gefum íslensku séns hefur án efa átt þátt í að efla þátttöku og áhuga fólks á að læra málið, ekki síst með því að hvetja samfélagið til að taka þátt í miðla málinu og skapa aðstæður fyrir fólk sem er að læra til að hittast og tala saman á íslensku. Stofnun félags Gefum íslensku séns er átak sem stofnað var til í Háskólasetri og er hýst núna hjá Fræðslumiðstöð. Það hefur fengið að þróast og síðustu misseri hefur það tekið flugið og skotið rótum víða um land. Það er ánægjulegt að upplifa þann áhuga sem átakið hefur fengið og það segir okkur að það var þörf fyrir slíkt framtak og að hugmyndafræðin á bak við það er að virka. Nú er komið að því að stofna almennt félag um átakið. Tilgangur félagsins er að hafa fast form í kringum verkefnið og styðja við markmið þess, sem felast í því að auka vitund fólks fyrir máltileinkun íslenskunnar, stuðla að inngildandi samfélagi og gefa öllum íbúum séns á að nota íslenskuna við sitt hæfi miðað við aðstæður hverju sinni. Landið allt Gefum íslensku séns hefur tekið flugið og sveitarfélög og símenntunarstöðvar víðs vegar um landið hafa tekið þessa hugmyndafræði upp. Það er ánægjulegt að fylgjast með þeim áhuga sem verkefnið hefur vakið og þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur um mikilvægi þess að kenna og nota íslensku. Íslenskan er opinbert mál á Íslandi og þegar kemur að inngildingu fólks af erlendum uppruna er hún lykillinn að jafnrétti og jöfnum tækifærum í samfélaginu. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Sjá meira
Átakið Gefum íslensku séns hefur verið hýst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frá því á haustmánuðum 2024. Tilurð og þróun verkefnisins hefur skipt miklu máli og smám saman hefur það vaxið og dafnað. Dropinn holar steininn og móttökur hafa farið fram úr björtustu vonum. Það er vitundarvakning í þjóðfélaginu um stöðu íslenskunnar og mikilvægi þess að almenningur axli ábyrgð á því að miðla tungumálinu til þeirra sem vilja setjast að, lifa og starfa hér á landi. Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur verið umtalsverð aukning í aðsókn að íslenskunámskeiðum. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri og flest þeirra vel sótt. Árið 2022 sóttu 319 einstaklingar íslenskunámskeið en árið 2025 voru það 529 einstaklingar, sem er 65% aukning á þremur árum. Átakið Gefum íslensku séns hefur án efa átt þátt í að efla þátttöku og áhuga fólks á að læra málið, ekki síst með því að hvetja samfélagið til að taka þátt í miðla málinu og skapa aðstæður fyrir fólk sem er að læra til að hittast og tala saman á íslensku. Stofnun félags Gefum íslensku séns er átak sem stofnað var til í Háskólasetri og er hýst núna hjá Fræðslumiðstöð. Það hefur fengið að þróast og síðustu misseri hefur það tekið flugið og skotið rótum víða um land. Það er ánægjulegt að upplifa þann áhuga sem átakið hefur fengið og það segir okkur að það var þörf fyrir slíkt framtak og að hugmyndafræðin á bak við það er að virka. Nú er komið að því að stofna almennt félag um átakið. Tilgangur félagsins er að hafa fast form í kringum verkefnið og styðja við markmið þess, sem felast í því að auka vitund fólks fyrir máltileinkun íslenskunnar, stuðla að inngildandi samfélagi og gefa öllum íbúum séns á að nota íslenskuna við sitt hæfi miðað við aðstæður hverju sinni. Landið allt Gefum íslensku séns hefur tekið flugið og sveitarfélög og símenntunarstöðvar víðs vegar um landið hafa tekið þessa hugmyndafræði upp. Það er ánægjulegt að fylgjast með þeim áhuga sem verkefnið hefur vakið og þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur um mikilvægi þess að kenna og nota íslensku. Íslenskan er opinbert mál á Íslandi og þegar kemur að inngildingu fólks af erlendum uppruna er hún lykillinn að jafnrétti og jöfnum tækifærum í samfélaginu. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar