Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 27. janúar 2026 08:17 Undanfarna daga hafa áróðurspennar einokunarverslunar Á.T.V.R. farið á yfirsnúning hér á Vísi. Með fyrirsögnum um stóraukin krabbameinstilfelli og lofgjörðum um ágæti ríkisverslunar er reynt að mála upp þá mynd að íslenska þjóðin valdi ekki þeirri ábyrgð sem fylgir verslunarfrelsi. „Skál fyrir betri heilsu,“ segja þeir, en lausnin sem þeir bjóða upp á er að ríkið eigi að taka ákvarðanir fyrir okkur. Varðhundar ÁTVR beita hræðsluáróðri og úreltum fræðum til að verja kerfi sem er löngu fallið á tíma. Kallað hefur verið eftir því að byggja á vísindunum. Því ber að fagna en vísindi snúast um að horfast í augu við nýjustu gögn, ekki að endurvinna úreltar kreddukenningar. Læknar eru sérfræðingar í sjúkdómum en ekki hagfræði og neytendahegðun. Íslenska þversögnin Við þurfum ekki að leita til útlanda til að sjá að hið svokallaða „heildarneyslulíkan“ er brostið. Ísland hefur síðustu ár verið lifandi tilraunastofa sem afsannar kenninguna um að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til meiri áfengisneyslu. Frá árinu 2021 hefur aðgengi að áfengi stóraukist hér á landi með tilkomu öflugra netverslana og heimsendinga. Samkvæmt kenningum Læknafélagsins og Á.T.V.R. hefði þetta átt að leiða til stóraukinnar neyslu. En hvað gerðist í raun? Áfengisneysla dróst saman. Milli áranna 2021 og 2024 minnkaði áfengisneysla Íslendinga um 13,4% (þegar leiðrétt hefur verið fyrir ferðamönnum) á sama tíma og hið svokallaða aðgengi jókst. Safngripir og hringrök Málflutningur þeirra sem halda því fram að aukið aðgengi leiði af sér aukna neyslu hvílir nánast alfarið á tveimur stoðum sem eru fyrir löngu fúnar í gegn. Annars vegar er þetta svokölluð safngreining Hahn o.fl. (2012) [1] og spálíkan Stockwell o.fl. (2018)[2]. Greining Hahn er í raun sagnfræðilegur leiðangur, ekki framtíðarspá. Hún byggir á gögnum frá árunum 1960 til 1990 – tímum ritvéla og fastlínusíma. Þetta er yfirlit yfir sautján eldri rannsóknir. Að nota gögn frá dögum kalda stríðsins til að spá fyrir um áhrif netverslana árið 2026 er ekki vísindaleg greining, það er fornleifauppgröftur. Atburðirnir sem þessar rannsóknir skoðuðu (einkavæðing í fylkjum eins og Iowa, Alabama, West Virginia) áttu sér stað að mestu á 7., 8. og 9. áratugnum. Það eru engin gögn þarna um netverslun, rafræn skilríki eða nútíma skattstýringu. Að bera þetta saman við Ísland árið 2026 er eins og að bera saman landlínusíma og snjallsíma. Stór hluti rannsóknanna í safninu fjallar þar að auki um að leyfa léttvín í matvöruverslunum. Hahn setur það undir sama hatt og „einkavæðingu“. Að nota tölur um vínsölu í bandarískum stórmörkuðum árið 1980 til að spá fyrir um sérverslanir eða netverslanir á Íslandi skekkir myndina verulega. Það eitt að engin tollafgreiðsla er milli ríkja gerir samanburðinn ómarktækan með öllu. Svo er það rannsókn Stockwell sem spáði hamförum og dauða ef einokun yrði aflétt í Svíþjóð. Sú rannsókn er skólabókardæmi um hringrök (tautology). Í stað þess að byggja á rauntölum var leitað til „sérfræðinga“ – sem flestir voru hlynntir einokun – og þeir beðnir um að áætla hvað þeir héldu að myndi gerast. Þessar huglægu, svartsýnu ágiskanir voru svo mataðar inn í tölvulíkan sem „gögn“. Þegar inntakið er svartsýni verður útkoman hörmung. Stockwell-líkanið fullyrðir að ef búðum fjölgar um 10% aukist áfengisneysla í línulegu sambandi. Nýrri rannsóknir sýna að þetta er rangt. Þegar ákveðnu aðgengi er náð, sem við höfum nú þegar náð á Íslandi, þá hættir neyslan að aukast þótt sölustöðum fjölgi. Fólk drekkur ekki meira bara vegna þess að það opnar ný verslun. Ekki frekar en að það seljist fleiri bílar þótt það opni fleiri bílaumboð. Flóknari veruleiki Þeir sem halda því fram að sambandið milli fjölda verslana og drykkju sé einfalt og línulegt hafa rangt fyrir sér. Nýlegar ritrýndar fræðigreinar sýna að veruleikinn er miklu flóknari og hrekja þennan einfeldningslega málflutning: Rannsókn Gmel o.fl. sýndi fram á að samband milli fjölda sölustaða og neyslu er ekki línulegt. Eftir að vissu marki er náð hefur fjölgun sölustaða lítil sem engin áhrif. Það er ekkert línulegt samband og markaðurinn mettast. Fólk drekkur ekki meira þótt búðum fjölgi.[3] Í yfirgripsmikilli skýrslu OECD kemur fram að áhrif sölustaða á heildarneyslu eru oft verulega ýkt. Aðrir þættir líkt og verðlagning, kaupmáttur og aldurstakmörk hafa mun meiri áhrif.[4] Í sjálfsævisögu ÁTVR er reyndar líka ítrekað bent á að áfengisneysla fylgi að einhverju leyti kaupmætti en ekki fjölgun útsölustaða. Rannsókn Holmes o.fl. sýndi að áhrif aðgengis eru mjög háð félagslegum þáttum og ólík milli hópa.[5] Greining WHO frá 2020 sýnir að samfélög með áþekku sölufyrirkomulagi sýna mjög ólíka neyslu. Vandinn liggur í menningunni, ekki í því hver raðar í hillurnar.[6] Þessu til stuðnings má nefna að engin þjóð rekur jafn margar áfengisverslanir miðað við höfðatölu eins og Íslendingar en samt er áfengisneysla á Íslandi minni en í samanburðarlöndum. Hvað segir þetta okkur? Sannar það að fleiri vínbúðir dragi úr neyslu? Vitaskuld ekki. Það undirstrikar hins vegar að fylgni er ekki sama og orsakasamband. Nýjar rannsóknir sýna að neysluhegðun stýrist af flóknu samspili þátta – svo sem verðlagningu, heilsuvitund og samfélagslegum breytingum – sem vega sannarlega þyngra en fjöldi sölustaða. Kenning talsmanna ríkiseinokunar um að framboð stýri eftirspurn er fjarstæða. Meira segja Á.T.V.R. sjálf trúir ekki sínum eigin framburði: ,,Í kjölfar efnahagslægðar í upphafi tíunda áratugarins, minni kaupmáttar og eftir að nýjabrumið var farið af bjórnum, minnkaði áfengissalan aftur og árið 1993 var hún orðin svipuð og fyrir bjór [...]. Með batnandi efnahag breyttist þetta og í uppsveiflunni jókst áfenigssala á hverju ári allt fram til 2007 [...]..Allt frá 1950 hefur áfengissalan fylgt þróun ráðstöfunartekna heimilanna”. (Úr bókinni ,,ÁTVR - engin venjuleg verslun”[7], bls. 328). Stýrir framboð eftirspurn? Gera verður þá kröfu til lækna og annarra vísindamanna að þeir geri greinarmun á fylgni og orsakasamhengi. Nýlegar ritrýndar fræðigreinar sem fjalla um raunverulegar aðstæður sýna að nýjar verslanir á mettuðum markaði framkalla ekki meiri neyslu heldur færa viðskiptin til. ● Pennsylvania og staðkvæmdaráhrifin Þegar sala á víni var leyfð í þúsundum matvöruverslana í Pennsylvania fylki í Bandaríkjunum fjölgaði sölustöðum gríðarlega en heildarneysla stóð í stað. Neytendur hættu einfaldlega að fara í sérverslanir ríkisins og keyptu vínið frekar með matvörunni. Þetta er kallað staðkvæmd; neytendur fóru ekki að drekka meira, þeir breyttu einfaldlega því hvar þeir versluðu til að auka eigin þægindi.[8] ● Einkavæðingin í Washington-ríki Þegar sala á áfengi var gefin frjáls í Washington fjölgaði vínbúðum úr 328 í 1.400 en neyslan á mann stóð nánast í stað. Þetta sýnir að fjöldi sölustaða er ómarktæk breyta þegar kemur að eftirspurn. Það eru aðrir þættir eins og efnahagur og kaupmáttur sem stýra neyslu en ekki hvort það séu fimm eða fimmtán mínútur í næstu búð.[9] ● Mettunarkenning Jon P. Nelson Jon P. Nelson, prófessor emeritus í hagfræði, hefur eytt áratugum í að rannsaka tengsl framboðs, auglýsinga og neyslu áfengis og er hann einn af áhrifamestu og virtustu hagfræðingum heims á þessu tiltekna sviði. Hann hefur í ótal ritrýndum fræðigreinum sýnt fram á að á mörkuðum eins og á Íslandi er þörfinni þegar mætt og að fjölgun útsölustaða auki ekki áfengisneyslu. Markaðurinn er þegar mettaður og nýjar verslanir eða netverslanir búa ekki til nýja þörf, þær bjóða bara nýja þjónustu fyrir eftirspurn sem er þegar til staðar.[10] Í stórri rannsókn Nelson frá árinu 2010 bar hann saman 22 þróuð ríki (OECD-lönd, þar á meðal þau sem líkjast Íslandi mest) til að finna út hvað stýrir neyslu yfir langan tíma. Rannsóknin sýndi fram á að á vestrænum mörkuðum eru það fyrst og fremst tekjur og verðlag sem stýra neyslu en ekki það hvernig sölukerfið er uppbyggt. Þegar ríki er komið á ákveðið stig efnahagslegrar þróunar er markaðurinn mettaður; fólk hefur þegar þann aðgang sem það þarf og fjölgun sölustaða hreyfa ekki við heildarmyndinni.[11] Þessar rannsóknir og ritrýndu fræðigreinar eru aðgengilegar hverjum þeim sem hefur áhuga á staðreyndum. Það er hins vegar áhyggjuefni að forysta Læknafélags Íslands, stétt sem kennir sig við gagnreynda læknisfræði, virðist þjást af alvarlegri staðfestingarskekkju. Hún felst í því að þegar ritrýnd vísindi ganga gegn heimsmynd þeirra og pólitískri sannfæringu þá virðast vísindin þurfa að víkja. Vísindi eru ekki bara eitthvað hlaðborð þar sem hægt er að velja það á diskinn sem hentar hverju sinni. Hver er að selja börnunum? Að lokum er vert að svara staðhæfingum varðhunda einokunarinnar um vernd ungmenna. Það er kaldhæðnislegt að hlusta á málpípur Á.T.V.R. tala um öryggi þegar staðreyndin er sú að nútíma netverslanir nota rafræn skilríki í öllum viðskiptum. Þetta tryggir 100% rekjanleika og aldursgreiningu. Á.T.V.R. byggir enn á sjónmati starfsmanna – aðferð sem hefur brugðist ungmennum. Það er Á.T.V.R. og núverandi kerfi sem hefur í gegnum tíðina verið aðaluppspretta þess áfengis sem unglingar komast yfir, oftast í gegnum milliliði. Þetta er meira að segja mat ríkisstofnunarinnar sjálfrar. ,,Sennilega er mestallt áfengi sem unglingar drekka keypt í vínbúðunum.” (Úr bókinni ,ÁTVR - engin venjuleg verslun, bls. 321)[12] Einkaaðilar, sem hætta á að missa dýrmæt leyfi við minnsta brot og nota stafrænar lausnir, eru mun betur í stakk búnir til að gæta að aldurstakmörkum en úrelt ríkiseinokunarverslun. Treystum fólki Hættum að hlusta á dómsdagspámenn sem byggja málflutning sinn á gervivísindum og úreltum gögnum. Það er ekki hægt að rökræða við andstæðinga áfengis um sölufyrirkomulag sem beita fyrir sig rangfærslum í málflutningi. Staðreyndirnar eru þessar: Íslendingar drekka minna þrátt fyrir aukið frelsi og samdrátturinn tengist samfélagsbreytingum og aukinni meðvitund – ekki opnunartíma ÁTVR. Ríkið á að setja reglur og innheimta skatta. Það á ekki að reka verslanir á grunni úreltra sjónarmiða og gögnum frá tímum kalda stríðsins. Sú krafa að ríkið eitt megi selja vöru til að „vernda“ okkur er einfaldlega ekki byggð á vísindum. Einokun verndar ekki lýðheilsu - hún verndar bara sjálfa sig. Höfundur er annar eigenda Santé. [1] Hahn o.fl. Effects of Alcohol Retail Privatization on Excessive Alcohol Consumption and Related Harms American Journal of Preventive Medicine 2012. 42 (4):418-427. [2] Stockwell o.fl. Estimating the public health impact of disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden. BMC Public Health. 2018;18(1):1400. [3] Gmel, G., Holmes, J., & Studer, J. (2016). "Are alcohol outlet densities strongly associated with alcohol-related outcomes? A critical review of recent evidence." Drug and Alcohol Review, 35(1), 40-54 [4] (OECD (2021), "Preventing Harmful Alcohol Use", OECD Health Policy Studies, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/6e4b4ffb-en) [5] Holmes, J., Guo, Y., Maheswaran, R., Nicholls, J., Meier, P. S., & Brennan, A. (2014). "The impact of spatial and temporal availability of alcohol on its consumption and related harms: A critical review in the context of UK licensing policies." Addiction, 109(10), 1532-1548 [6] WHO Regional Office for Europe (2020), "Alcohol Pricing in the WHO European Region: Update Report on the Evidence and Recommended Policy Actions", WHO, Copenhagen [7] Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. ÁTVR - engin venjuleg verslun, 2018, bls. 328. [8] Benton, A., et al. (2021). "The effect of wine availability in grocery stores on wine and spirit sales: A natural experiment in Pennsylvania." Journal of Public Health Policy. [9] Kerr, W. C., & Greenfield, T. K. (2018). Journal of Studies on Alcohol and Drugs. [10] Nelson, J. P. (2014). "Robustness testing of alcohol advertising expenditures and total consumption: A meta-analysis." Applied Economics. (Sjá einnig: Nelson, J. P. (2013). "Does availability of vodka, gin, and rum increase total alcohol consumption?") [11] Nelson, J. P. (2010). "Alcohol consumption and shared economic risks: Static and dynamic panel models for twenty-two OECD countries." Applied Economics. [12] Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. ÁTVR - engin venjuleg verslun, 2018, bls. 321. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Umdeilanleg áform Auðunn Arnórsson Fastir pennar Góðir strákar Kristín Ólafsdóttir Bakþankar Að taka ábyrgð Fastir pennar Upplausn innan Evrópusambandsins Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa áróðurspennar einokunarverslunar Á.T.V.R. farið á yfirsnúning hér á Vísi. Með fyrirsögnum um stóraukin krabbameinstilfelli og lofgjörðum um ágæti ríkisverslunar er reynt að mála upp þá mynd að íslenska þjóðin valdi ekki þeirri ábyrgð sem fylgir verslunarfrelsi. „Skál fyrir betri heilsu,“ segja þeir, en lausnin sem þeir bjóða upp á er að ríkið eigi að taka ákvarðanir fyrir okkur. Varðhundar ÁTVR beita hræðsluáróðri og úreltum fræðum til að verja kerfi sem er löngu fallið á tíma. Kallað hefur verið eftir því að byggja á vísindunum. Því ber að fagna en vísindi snúast um að horfast í augu við nýjustu gögn, ekki að endurvinna úreltar kreddukenningar. Læknar eru sérfræðingar í sjúkdómum en ekki hagfræði og neytendahegðun. Íslenska þversögnin Við þurfum ekki að leita til útlanda til að sjá að hið svokallaða „heildarneyslulíkan“ er brostið. Ísland hefur síðustu ár verið lifandi tilraunastofa sem afsannar kenninguna um að aukið aðgengi leiði sjálfkrafa til meiri áfengisneyslu. Frá árinu 2021 hefur aðgengi að áfengi stóraukist hér á landi með tilkomu öflugra netverslana og heimsendinga. Samkvæmt kenningum Læknafélagsins og Á.T.V.R. hefði þetta átt að leiða til stóraukinnar neyslu. En hvað gerðist í raun? Áfengisneysla dróst saman. Milli áranna 2021 og 2024 minnkaði áfengisneysla Íslendinga um 13,4% (þegar leiðrétt hefur verið fyrir ferðamönnum) á sama tíma og hið svokallaða aðgengi jókst. Safngripir og hringrök Málflutningur þeirra sem halda því fram að aukið aðgengi leiði af sér aukna neyslu hvílir nánast alfarið á tveimur stoðum sem eru fyrir löngu fúnar í gegn. Annars vegar er þetta svokölluð safngreining Hahn o.fl. (2012) [1] og spálíkan Stockwell o.fl. (2018)[2]. Greining Hahn er í raun sagnfræðilegur leiðangur, ekki framtíðarspá. Hún byggir á gögnum frá árunum 1960 til 1990 – tímum ritvéla og fastlínusíma. Þetta er yfirlit yfir sautján eldri rannsóknir. Að nota gögn frá dögum kalda stríðsins til að spá fyrir um áhrif netverslana árið 2026 er ekki vísindaleg greining, það er fornleifauppgröftur. Atburðirnir sem þessar rannsóknir skoðuðu (einkavæðing í fylkjum eins og Iowa, Alabama, West Virginia) áttu sér stað að mestu á 7., 8. og 9. áratugnum. Það eru engin gögn þarna um netverslun, rafræn skilríki eða nútíma skattstýringu. Að bera þetta saman við Ísland árið 2026 er eins og að bera saman landlínusíma og snjallsíma. Stór hluti rannsóknanna í safninu fjallar þar að auki um að leyfa léttvín í matvöruverslunum. Hahn setur það undir sama hatt og „einkavæðingu“. Að nota tölur um vínsölu í bandarískum stórmörkuðum árið 1980 til að spá fyrir um sérverslanir eða netverslanir á Íslandi skekkir myndina verulega. Það eitt að engin tollafgreiðsla er milli ríkja gerir samanburðinn ómarktækan með öllu. Svo er það rannsókn Stockwell sem spáði hamförum og dauða ef einokun yrði aflétt í Svíþjóð. Sú rannsókn er skólabókardæmi um hringrök (tautology). Í stað þess að byggja á rauntölum var leitað til „sérfræðinga“ – sem flestir voru hlynntir einokun – og þeir beðnir um að áætla hvað þeir héldu að myndi gerast. Þessar huglægu, svartsýnu ágiskanir voru svo mataðar inn í tölvulíkan sem „gögn“. Þegar inntakið er svartsýni verður útkoman hörmung. Stockwell-líkanið fullyrðir að ef búðum fjölgar um 10% aukist áfengisneysla í línulegu sambandi. Nýrri rannsóknir sýna að þetta er rangt. Þegar ákveðnu aðgengi er náð, sem við höfum nú þegar náð á Íslandi, þá hættir neyslan að aukast þótt sölustöðum fjölgi. Fólk drekkur ekki meira bara vegna þess að það opnar ný verslun. Ekki frekar en að það seljist fleiri bílar þótt það opni fleiri bílaumboð. Flóknari veruleiki Þeir sem halda því fram að sambandið milli fjölda verslana og drykkju sé einfalt og línulegt hafa rangt fyrir sér. Nýlegar ritrýndar fræðigreinar sýna að veruleikinn er miklu flóknari og hrekja þennan einfeldningslega málflutning: Rannsókn Gmel o.fl. sýndi fram á að samband milli fjölda sölustaða og neyslu er ekki línulegt. Eftir að vissu marki er náð hefur fjölgun sölustaða lítil sem engin áhrif. Það er ekkert línulegt samband og markaðurinn mettast. Fólk drekkur ekki meira þótt búðum fjölgi.[3] Í yfirgripsmikilli skýrslu OECD kemur fram að áhrif sölustaða á heildarneyslu eru oft verulega ýkt. Aðrir þættir líkt og verðlagning, kaupmáttur og aldurstakmörk hafa mun meiri áhrif.[4] Í sjálfsævisögu ÁTVR er reyndar líka ítrekað bent á að áfengisneysla fylgi að einhverju leyti kaupmætti en ekki fjölgun útsölustaða. Rannsókn Holmes o.fl. sýndi að áhrif aðgengis eru mjög háð félagslegum þáttum og ólík milli hópa.[5] Greining WHO frá 2020 sýnir að samfélög með áþekku sölufyrirkomulagi sýna mjög ólíka neyslu. Vandinn liggur í menningunni, ekki í því hver raðar í hillurnar.[6] Þessu til stuðnings má nefna að engin þjóð rekur jafn margar áfengisverslanir miðað við höfðatölu eins og Íslendingar en samt er áfengisneysla á Íslandi minni en í samanburðarlöndum. Hvað segir þetta okkur? Sannar það að fleiri vínbúðir dragi úr neyslu? Vitaskuld ekki. Það undirstrikar hins vegar að fylgni er ekki sama og orsakasamband. Nýjar rannsóknir sýna að neysluhegðun stýrist af flóknu samspili þátta – svo sem verðlagningu, heilsuvitund og samfélagslegum breytingum – sem vega sannarlega þyngra en fjöldi sölustaða. Kenning talsmanna ríkiseinokunar um að framboð stýri eftirspurn er fjarstæða. Meira segja Á.T.V.R. sjálf trúir ekki sínum eigin framburði: ,,Í kjölfar efnahagslægðar í upphafi tíunda áratugarins, minni kaupmáttar og eftir að nýjabrumið var farið af bjórnum, minnkaði áfengissalan aftur og árið 1993 var hún orðin svipuð og fyrir bjór [...]. Með batnandi efnahag breyttist þetta og í uppsveiflunni jókst áfenigssala á hverju ári allt fram til 2007 [...]..Allt frá 1950 hefur áfengissalan fylgt þróun ráðstöfunartekna heimilanna”. (Úr bókinni ,,ÁTVR - engin venjuleg verslun”[7], bls. 328). Stýrir framboð eftirspurn? Gera verður þá kröfu til lækna og annarra vísindamanna að þeir geri greinarmun á fylgni og orsakasamhengi. Nýlegar ritrýndar fræðigreinar sem fjalla um raunverulegar aðstæður sýna að nýjar verslanir á mettuðum markaði framkalla ekki meiri neyslu heldur færa viðskiptin til. ● Pennsylvania og staðkvæmdaráhrifin Þegar sala á víni var leyfð í þúsundum matvöruverslana í Pennsylvania fylki í Bandaríkjunum fjölgaði sölustöðum gríðarlega en heildarneysla stóð í stað. Neytendur hættu einfaldlega að fara í sérverslanir ríkisins og keyptu vínið frekar með matvörunni. Þetta er kallað staðkvæmd; neytendur fóru ekki að drekka meira, þeir breyttu einfaldlega því hvar þeir versluðu til að auka eigin þægindi.[8] ● Einkavæðingin í Washington-ríki Þegar sala á áfengi var gefin frjáls í Washington fjölgaði vínbúðum úr 328 í 1.400 en neyslan á mann stóð nánast í stað. Þetta sýnir að fjöldi sölustaða er ómarktæk breyta þegar kemur að eftirspurn. Það eru aðrir þættir eins og efnahagur og kaupmáttur sem stýra neyslu en ekki hvort það séu fimm eða fimmtán mínútur í næstu búð.[9] ● Mettunarkenning Jon P. Nelson Jon P. Nelson, prófessor emeritus í hagfræði, hefur eytt áratugum í að rannsaka tengsl framboðs, auglýsinga og neyslu áfengis og er hann einn af áhrifamestu og virtustu hagfræðingum heims á þessu tiltekna sviði. Hann hefur í ótal ritrýndum fræðigreinum sýnt fram á að á mörkuðum eins og á Íslandi er þörfinni þegar mætt og að fjölgun útsölustaða auki ekki áfengisneyslu. Markaðurinn er þegar mettaður og nýjar verslanir eða netverslanir búa ekki til nýja þörf, þær bjóða bara nýja þjónustu fyrir eftirspurn sem er þegar til staðar.[10] Í stórri rannsókn Nelson frá árinu 2010 bar hann saman 22 þróuð ríki (OECD-lönd, þar á meðal þau sem líkjast Íslandi mest) til að finna út hvað stýrir neyslu yfir langan tíma. Rannsóknin sýndi fram á að á vestrænum mörkuðum eru það fyrst og fremst tekjur og verðlag sem stýra neyslu en ekki það hvernig sölukerfið er uppbyggt. Þegar ríki er komið á ákveðið stig efnahagslegrar þróunar er markaðurinn mettaður; fólk hefur þegar þann aðgang sem það þarf og fjölgun sölustaða hreyfa ekki við heildarmyndinni.[11] Þessar rannsóknir og ritrýndu fræðigreinar eru aðgengilegar hverjum þeim sem hefur áhuga á staðreyndum. Það er hins vegar áhyggjuefni að forysta Læknafélags Íslands, stétt sem kennir sig við gagnreynda læknisfræði, virðist þjást af alvarlegri staðfestingarskekkju. Hún felst í því að þegar ritrýnd vísindi ganga gegn heimsmynd þeirra og pólitískri sannfæringu þá virðast vísindin þurfa að víkja. Vísindi eru ekki bara eitthvað hlaðborð þar sem hægt er að velja það á diskinn sem hentar hverju sinni. Hver er að selja börnunum? Að lokum er vert að svara staðhæfingum varðhunda einokunarinnar um vernd ungmenna. Það er kaldhæðnislegt að hlusta á málpípur Á.T.V.R. tala um öryggi þegar staðreyndin er sú að nútíma netverslanir nota rafræn skilríki í öllum viðskiptum. Þetta tryggir 100% rekjanleika og aldursgreiningu. Á.T.V.R. byggir enn á sjónmati starfsmanna – aðferð sem hefur brugðist ungmennum. Það er Á.T.V.R. og núverandi kerfi sem hefur í gegnum tíðina verið aðaluppspretta þess áfengis sem unglingar komast yfir, oftast í gegnum milliliði. Þetta er meira að segja mat ríkisstofnunarinnar sjálfrar. ,,Sennilega er mestallt áfengi sem unglingar drekka keypt í vínbúðunum.” (Úr bókinni ,ÁTVR - engin venjuleg verslun, bls. 321)[12] Einkaaðilar, sem hætta á að missa dýrmæt leyfi við minnsta brot og nota stafrænar lausnir, eru mun betur í stakk búnir til að gæta að aldurstakmörkum en úrelt ríkiseinokunarverslun. Treystum fólki Hættum að hlusta á dómsdagspámenn sem byggja málflutning sinn á gervivísindum og úreltum gögnum. Það er ekki hægt að rökræða við andstæðinga áfengis um sölufyrirkomulag sem beita fyrir sig rangfærslum í málflutningi. Staðreyndirnar eru þessar: Íslendingar drekka minna þrátt fyrir aukið frelsi og samdrátturinn tengist samfélagsbreytingum og aukinni meðvitund – ekki opnunartíma ÁTVR. Ríkið á að setja reglur og innheimta skatta. Það á ekki að reka verslanir á grunni úreltra sjónarmiða og gögnum frá tímum kalda stríðsins. Sú krafa að ríkið eitt megi selja vöru til að „vernda“ okkur er einfaldlega ekki byggð á vísindum. Einokun verndar ekki lýðheilsu - hún verndar bara sjálfa sig. Höfundur er annar eigenda Santé. [1] Hahn o.fl. Effects of Alcohol Retail Privatization on Excessive Alcohol Consumption and Related Harms American Journal of Preventive Medicine 2012. 42 (4):418-427. [2] Stockwell o.fl. Estimating the public health impact of disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden. BMC Public Health. 2018;18(1):1400. [3] Gmel, G., Holmes, J., & Studer, J. (2016). "Are alcohol outlet densities strongly associated with alcohol-related outcomes? A critical review of recent evidence." Drug and Alcohol Review, 35(1), 40-54 [4] (OECD (2021), "Preventing Harmful Alcohol Use", OECD Health Policy Studies, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/6e4b4ffb-en) [5] Holmes, J., Guo, Y., Maheswaran, R., Nicholls, J., Meier, P. S., & Brennan, A. (2014). "The impact of spatial and temporal availability of alcohol on its consumption and related harms: A critical review in the context of UK licensing policies." Addiction, 109(10), 1532-1548 [6] WHO Regional Office for Europe (2020), "Alcohol Pricing in the WHO European Region: Update Report on the Evidence and Recommended Policy Actions", WHO, Copenhagen [7] Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. ÁTVR - engin venjuleg verslun, 2018, bls. 328. [8] Benton, A., et al. (2021). "The effect of wine availability in grocery stores on wine and spirit sales: A natural experiment in Pennsylvania." Journal of Public Health Policy. [9] Kerr, W. C., & Greenfield, T. K. (2018). Journal of Studies on Alcohol and Drugs. [10] Nelson, J. P. (2014). "Robustness testing of alcohol advertising expenditures and total consumption: A meta-analysis." Applied Economics. (Sjá einnig: Nelson, J. P. (2013). "Does availability of vodka, gin, and rum increase total alcohol consumption?") [11] Nelson, J. P. (2010). "Alcohol consumption and shared economic risks: Static and dynamic panel models for twenty-two OECD countries." Applied Economics. [12] Hildigunnur Ólafsdóttir, Sumarliði R. Ísleifsson og Sverrir Jakobsson. ÁTVR - engin venjuleg verslun, 2018, bls. 321.
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar