Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 19:42 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Rússum sé drullusama um friðarumleitanir Vesturlanda. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira