Innlent

Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjö gistu fangageymslur lögreglu í morgun og 70 mál voru bókuð á vaktinni í nótt.
Sjö gistu fangageymslur lögreglu í morgun og 70 mál voru bókuð á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík.

Lögregla hafði uppi á hópnum í nærliggjandi götu og reyndust nokkur barnanna verulega ölvuð. Var þeim komið heim til foreldra sinna.

Lögreglu sinnti fleiri útköllum vegna einstaklinga í annarlegu ástandi, meðal annars vegna pars sem neitaði að yfirgefa sundlaug í Reykjavík. Var annað þeirra, kona, sögð ölvuð.

Parið virtist æst út í einn starfsmann laugarinnar og hótaði konan honum líkamsmeiðingum fyrir framan lögreglu. Konan var handtekin þegar hún neitaði að róa sig niður og fara á brott. Hún var látin laus að lokinni skýrslutöku.

Annar var handtekinn verulega ölvaður eftir að hann gerði sig líklegan til að girða niður um sig buxurnar og veitast að starfsmönnum veitingastaðar.

Þá barst einnig tilkynning um mann sem var sagður öskra út í loftið, ber að ofan, og í annarlegu ástandi. Vitni sagði manninn hafa öskrað á fólk og barið á rúður veitingastaðar. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og var handtekinn. Þá hrækti hann á fatnað lögreglumanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×