Góður fundur en fátt fast í hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2025 06:29 Almenn ánægja virðist ríkja með fundinn, þótt fátt sé fast í hendi. Sérfræðingar hafa bent á að þegar Trump tali um öryggistryggingar geti það allt eins þýtt loforð Bandaríkjaforseta um að tryggja öryggi Úkraínu, eins og raunverulega hernaðaraðstoð. Getty/Win McNamee Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira