Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. ágúst 2025 20:26 Arnór Sigurjónsson, lengst til hægri, er varnarmálasérfræðingur. Vísir/Samsett Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira