Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 23:15 Stálverksmiðjan er nokkuð stór en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni í dag. AP/Gene J. Puskar Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin. Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Nánar tiltekið varð sprengingin í verksmiðju í Clairton í Pennsylvaníu. Enn er verið að leita í brakinu, samkvæmt AP fréttaveitunni, en einum var bjargað þaðan fyrr í kvöld. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en henni fylgdi þó nokkrar minni sprengingar og kviknaði einnig eldur í verksmiðjunni. Höggbylgjan vegna hennar mun hafa fundist um stórt svæði. AP hefur eftir konu sem býr í meira en kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni að húsið hennar hafi nötrað vegna höggbylgjunnar. Æðsti yfirmaður verksmiðjunnar, Scott Buckiso, sagði á blaðamannafundi í kvöld að starfsmenn hefðu staðið sig einkar vel við erfiðar aðstæður. Þeir hefðu bjargað öðrum slösuðum starfsmönnum, slökkt á gasflæði og tryggt að verksmiðjan væri örugg. Verksmiðjan er í eigu japanska fyrirtækisins Nippon Steel Corp. en þar hafa áður orðið sprengingar í gegnum árin. Einn dó í sprengingu árið 2009 og margir slösuðust í sprengingu ári seinna. Þá brann starfsmaður til bana árið 2014. Verksmiðjan er talin sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Ameríku og þar starfa um 1.400 manns. Þar er framleitt mikilvægt hráefni við framleiðslu stáls sem á ensku kallast „coke“. Það er framleitt með því að baka kol í ofnum við gífurlegan hita en við það myndast einnig baneitrað gas sem íbúar í Clairton hafa kvartað yfir í gegnum árin.
Bandaríkin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira