Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 6. ágúst 2025 07:31 Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Innflytjendamál Hælisleitendur Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Það var líka ánægjulegt að sjá að hin ítarlega greining (eða leit á heimasíðu Hagstofunnar) skuli hafa skilað því sem ég og fleiri höfum viðstöðulaust reynt að benda á ár eftir ár. Fjölgunin er fyrst og fremst vegna stjórnleysis í innflytjendamálum (ráðherrann notaði reyndar orðið „stefnuleysi“). Dómsmálaráðherra segir að 2/3 hlutar fjölgunarinnar frá 2017 séu erlendir ríkisborgarar. Hið rétta er 3/4 en látum það liggja á milli hluta því ráðherrann sagði margt skynsamlegt í grein sinni á Vísi og í viðtölum. Skynsamlegt að því marki að þar voru nefnd mörg þeirra atriða sem mér hefur orðið tíðrætt um og orðalagið nánast hið sama. Hlutir sem flokksfélagar ráðherrans töldu fyrir skömmu til marks um popúlisma, öfgar og jafnvel mannvonsku. Ráðherrann sagðist hafa heyrt ákall um breytingar frá kjósendum, m.a. kennurum, heilbrigðisstarfsmönnum og lögreglu fyrir síðustu kosningar. Ég efast ekki um að það sé rétt en þá er þeim mun furðulegra að samtímis skuli flokkur ráðherrans hafa leitast við að þagga niður umræðu um innflytjendamál. Fyrir kosningar var formanni Viðreisnar tíðrætt um skort á mannúð hjá þeim sem vöktu athygli á þessum málum. Ég vona að dómsmálaráðherra sé alvara með málflutningi sínum og bregðist við í samræmi við tilefnið. Í mörgum vestrænum ríkjum sem hafa misst stjórn á innflytjendamálum hefur leiðin til glötunar verið vörðuð yfirlýsingum stjórnmálamanna sem þóttust skilja áhyggjur kjósenda en gerðu svo eitthvað allt annað. Við höfum ekki tíma fyrir fleiri villuljós. Það þarf að taka á þessum málum af festu, strax. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þau yrðu rædd fyrir síðustu kosningar. Hin þegar kynntu mál sem ráðherrann nefndi sem viðbrögð munu ekki duga til. Útlendingalögin eru handónýt. Frá upphafi mátti vera ljóst hvert þau myndu leiða eins og ég hef minnt á í nærri áratug. Við þurfum ný útlendingalög sem taka mið af raunveruleikanum. Eftir stendur svo spurningin: Hvernig fer það saman að ætla að ná stjórn á landamærunum en telja um leið öllu til þess fórnandi að ganga í ESB? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun