Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 16:03 Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hyggst viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. EPA/Chris J. Ratcliffe Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í september nema að Ísrael samþykki tveggja ríkja lausnina fyrir þann tíma. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Breta segir Starmer að ríkisstjórnin hafi lengi trúað því að það væri „ófrávíkjanlegur réttur palestínsku þjóðarinnar“ að vera viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Það hefði staðið til að viðurkenna palestínskt ríki sem hluta af friðarferli og tveggja ríkja lausninni. Yfirlýsingin kom í kjölfar neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar. Á fundinum á Starmer einnig að hafa sagt að nú væri rétti tíminn til að taka þetta skref vegna minnkandi líkna á að samþykki næðist um tveggja ríkja lausnina, líkt og greint var frá á The Guardian. „Ég hef alltaf sagt að við munum viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, til að stuðla að viðvarandi friði, á þeim tíma sem það hefur hvað mest áhrif á tveggja ríkja lausnina“ sagði Starmer. „Í dag sem hluti af ferlinu í átt að friði get ég staðfest í dag að Bretland muni viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á þingi Sameinuðu þjóðanna í september.“ Til stendur að viðurkenna Palestínu í september á þingi Sameinuðu þjóðanna, en fyrir einungis fimm dögum tilkynnti Emmanuel Macron Frakklandsforseti að þau hygðust gera slíkt hið sama. Samt sem áður, náist samþykkt um vopnahlé fyrir þingið bygggt á tveggja ríkja lausninni verður svo ekki. Aðspurður hvers vegna viðurkenning sé skilyrt segir Starmer helsta markmið ríkisstjórnarinnar að „breyta aðstæðunum fyrir fólkið á jörðinni sem nauðsynlega þurfa á breytingu að halda.“ „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að hugmyndin um tveggja ríkja lausn sé að hverfa og viðrist lengra í burtu í dag en hún hefur verið í mörg mörg ár.“ Mikið neyðarástand ríkir á Gasa þar sem skortur er á mat og öðrum nauðsynjavörum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneyti Breta segir Starmer að ríkisstjórnin hafi lengi trúað því að það væri „ófrávíkjanlegur réttur palestínsku þjóðarinnar“ að vera viðurkennd sem sjálfstætt ríki. Það hefði staðið til að viðurkenna palestínskt ríki sem hluta af friðarferli og tveggja ríkja lausninni. Yfirlýsingin kom í kjölfar neyðarfundar bresku ríkisstjórnarinnar. Á fundinum á Starmer einnig að hafa sagt að nú væri rétti tíminn til að taka þetta skref vegna minnkandi líkna á að samþykki næðist um tveggja ríkja lausnina, líkt og greint var frá á The Guardian. „Ég hef alltaf sagt að við munum viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, til að stuðla að viðvarandi friði, á þeim tíma sem það hefur hvað mest áhrif á tveggja ríkja lausnina“ sagði Starmer. „Í dag sem hluti af ferlinu í átt að friði get ég staðfest í dag að Bretland muni viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á þingi Sameinuðu þjóðanna í september.“ Til stendur að viðurkenna Palestínu í september á þingi Sameinuðu þjóðanna, en fyrir einungis fimm dögum tilkynnti Emmanuel Macron Frakklandsforseti að þau hygðust gera slíkt hið sama. Samt sem áður, náist samþykkt um vopnahlé fyrir þingið bygggt á tveggja ríkja lausninni verður svo ekki. Aðspurður hvers vegna viðurkenning sé skilyrt segir Starmer helsta markmið ríkisstjórnarinnar að „breyta aðstæðunum fyrir fólkið á jörðinni sem nauðsynlega þurfa á breytingu að halda.“ „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að hugmyndin um tveggja ríkja lausn sé að hverfa og viðrist lengra í burtu í dag en hún hefur verið í mörg mörg ár.“ Mikið neyðarástand ríkir á Gasa þar sem skortur er á mat og öðrum nauðsynjavörum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“