Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:24 Columbia hefur orðið við skilyrðum ríkisstjórn Bandaríkjaforseta og greitt himinháa sáttagreiðslu. EPA Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51