Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:24 Columbia hefur orðið við skilyrðum ríkisstjórn Bandaríkjaforseta og greitt himinháa sáttagreiðslu. EPA Columbia háskólinn greiddi yfir tvö hundruð milljónir dollara, eða rúma 24 milljarða króna, í sáttagreiðslu til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn frysti styrk til skólans sem nota átti í rannsóknarstarfsemi. Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni. Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Trumps tók nokkra háskóla fyrir, þar á meðal Harvard og Columbia, og sakaði þá um andgyðingslega hegðun á skólalóð þeirra. Á skólalóðunum höfðu nemendur mótmælt árásum Ísraela á Gasaströndina. Í mars tilkynnti Trump að Columbia fengi ekki fjögur hundruð milljóna dollara styrk sem nýta átti í rannsóknir skólans en það samsvarar tæplega fimmtíu milljörðum íslenskra króna. „Samkvæmt samkomulagi dagsins í dag verða langflestir alríkisstyrkir sem felldir voru niður eða stöðvaðir í mars 2025 aftur settir upp og mun Columbia aftur fá aðgang að milljörðum dollara í núverandi og framtíðarstyrkjum,“ segir í tilkynningu frá háskólanum. Eftir mótmælin setti Trump bæði Harvard og Columbia ákveðin skilyrði, en sá fyrrnefndi neitaði en síðarnefndi samþykkti. Harvard lögsótti ríkið fyrir ákvörðunina en niðurstaða dómarans liggur ekki fyrir. Í síðustu viku samþykktu forsvarsmenn Columbia háskólans að refsa nemendunum sem tóku þátt í mótmælum á skólalóðinni í maímánuði en fjöldi nemenda var handtekinn þar. „Ímyndaðu þér að svíkja nemendurna þína bara til að geta borgað Trump 221 milljón dollara og haldið áfram að fjármagna þjóðarmorð,“ segir í yfirlýsingu samtaka nemenda sem standa með Palestínubúum samkvæmt umfjöllun Reuters. Með samkomulaginu ætla forsvarsmenn skólans einnig refsa nemendum fyrir að brjóta gegn lögum með alvarlegum truflunum á starfsemi háskólasvæðisins, gera skipulagsbreytingar á deildarþingi sínu og kenna fjölbreyttari sjónarmið í námskeiðum sínum sem fjalla um Mið-Austurlöndunum. Þá samþykktu þau einnig að hætta að ráða og taka inn nemendur eftir kynþáttum og slútta á öllum verkefnum sem tengjast jafnrétti, jafnræði og fjölbreytni.
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51