Erlent

Óska eftir því að vitnis­burður um Epstein verði opin­beraður

Agnar Már Másson skrifar
Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur.
Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur. Getty

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði.

Beiðnin var lögð fram í alríkishéraðsdómstólnum á Manhattan, þar sem Epstein var dreginn fyrir dóm vegna ákæru um mansal fyrir sex árum en hann fannst svo hangandi látinn í fangaklefa sínum um mánuði eftir handtökuna.

Réttarmeinafræðingur New York-borgar úrskurðaði að um sjálfsvíg væri að ræða en margir hafa véfengt að sú niðurstaða sé rétt enda þótti Epstein hafa viðkvæmar upplýsingar um margt áhrifaríkt fólk, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlamógúlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post, og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar eftir að Wall Street Journal fjallaði um meint afmælisbréf sem Trump sendi þá góðvini sínum Epstein.

Dómsmálaráðuneytið fer einnig fram á að leynd sé lyft af vitnisburði kviðdóms í máli Ghislaine Maxwell, eiginkonu Epsteins, sem var dæmd árið 2021 fyrir að aðstoða Epstein við að auðvelda mansalsáætlanir hans og dæmd í 20 ára fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum.

Pam Bondi dómsmálaráðherra leggur fram beiðnina ásamt aðstoðarmanni sínum, Todd Blanche.


Tengdar fréttir

Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans

Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu.

Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×