Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 09:10 Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur. Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. Beiðnin var lögð fram í alríkishéraðsdómstólnum á Manhattan, þar sem Epstein var dreginn fyrir dóm vegna ákæru um mansal fyrir sex árum en hann fannst svo hangandi látinn í fangaklefa sínum um mánuði eftir handtökuna. Réttarmeinafræðingur New York-borgar úrskurðaði að um sjálfsvíg væri að ræða en margir hafa véfengt að sú niðurstaða sé rétt enda þótti Epstein hafa viðkvæmar upplýsingar um margt áhrifaríkt fólk, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlamógúlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post, og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar eftir að Wall Street Journal fjallaði um meint afmælisbréf sem Trump sendi þá góðvini sínum Epstein. Dómsmálaráðuneytið fer einnig fram á að leynd sé lyft af vitnisburði kviðdóms í máli Ghislaine Maxwell, samverkamanns Epsteins, sem var dæmd árið 2021 fyrir að aðstoða Epstein við að auðvelda mansalsáætlanir hans og dæmd í 20 ára fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum. Pam Bondi dómsmálaráðherra leggur fram beiðnina ásamt aðstoðarmanni sínum, Todd Blanche. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57 Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Beiðnin var lögð fram í alríkishéraðsdómstólnum á Manhattan, þar sem Epstein var dreginn fyrir dóm vegna ákæru um mansal fyrir sex árum en hann fannst svo hangandi látinn í fangaklefa sínum um mánuði eftir handtökuna. Réttarmeinafræðingur New York-borgar úrskurðaði að um sjálfsvíg væri að ræða en margir hafa véfengt að sú niðurstaða sé rétt enda þótti Epstein hafa viðkvæmar upplýsingar um margt áhrifaríkt fólk, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlamógúlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post, og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar eftir að Wall Street Journal fjallaði um meint afmælisbréf sem Trump sendi þá góðvini sínum Epstein. Dómsmálaráðuneytið fer einnig fram á að leynd sé lyft af vitnisburði kviðdóms í máli Ghislaine Maxwell, samverkamanns Epsteins, sem var dæmd árið 2021 fyrir að aðstoða Epstein við að auðvelda mansalsáætlanir hans og dæmd í 20 ára fangelsi. Hún hefur áfrýjað dómnum. Pam Bondi dómsmálaráðherra leggur fram beiðnina ásamt aðstoðarmanni sínum, Todd Blanche.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57 Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20
Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15. júlí 2025 23:57
Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. 12. júlí 2025 21:27