Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2025 11:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að beiting margumrædds ákvæðis þingskaparlaga til þess að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni lita allt kjörtímabilið. Vísir/Anton brink Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fyrsti þingfundur dagsins hófst klukkan tíu í morgun með þriðju umræðu um veiðigjöld. Þar tóku einungis formenn stjórnarandstöðuflokka til máls fyrir utan þingflokksformann Miðflokksins sem mælti fyrir breytingartillögu á veiðigjaldafrumvarpinu. Þung orð voru látin falla og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði ríkisstjórnina um þöggunartilburði. „Það sem hér hefur átt sér stað er ekki lengur umræða. Þetta er sviðsetning, leikrit sem sett var upp af ríkisstjórn sem hafði í hyggju að þröngva í gegn eigin niðurstöðu frá upphafi. Af þeim sökum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið máli sínu,“ sagði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Ívar Fannar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, sagði að ákvörðunin um að beita þingskaparlögum til að takmarka umræður um veiðigjaldafrumvarpið muni hafa ófyrirséðar afleiðingar. „Þar sem málfrelsi okkar í Framsókn hefur nú verið skert, þaggað niður í okkur, höfum við í Framsókn engu við að bæta. Ofríki, óbilgirni og drambsemi eru ekki heppilegir meðreiðarsveinar.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.vísir Við svipaðan tón kvað hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, sem boðar erfitt kjörtímabil. „Þingstörf verða ekki söm eftir þetta mál og hvernig komið var hér fram gagnvart Alþingi þegar þaggað var niður í háttvirtum þingmönnum stjórnarandstöðu frekar en að svara þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar öllu verður á botninn hvolft, að þá mun þetta mál og hvernig á því var haldið á Alþingi verða þessari ríkisstjórn að falli.“ Fjórir þingfundir eru á dagskrá til þess að koma að umræðum og atkvæðagreiðslum um veiðigjöld, fjármálaáætlun, jöfnunarsjóð og tillögu allsherjarnefndar um veitingu ríkisborgararéttar, líkt og samið var um. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonar að þingstörfin gangi betur næsta vetur.Vísir/Ívar Fannar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að þráðurinn verði tekinn upp að nýju í haust í þeim málum sem sitja eftir. Hún skilur við þingveturinn með blendnar tilfinningar; sumt hafi gengið vel en annað ekki. „Ég vona að við náum að starfa betur saman næsta vetur og hygg að allir þingmenn hafi metnað til þess.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira