Innlent

Hnífstungumaður úr­skurðaður í gæslu­varð­hald

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Stunguárásin átti sér stað á bílastæði við Mjóddina.
Stunguárásin átti sér stað á bílastæði við Mjóddina. Vísir/Vilhelm

Maður sem stakk annan mann með hnífi í Mjóddinni í gærkvöldi hefur verið úrskurðaðu í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí.

Í til­kynn­ingu frá Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að karlmaður­inn, sem er á þrítugs­aldri, hafi verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag  á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Karlmaður á fertugsaldri er alvarlega særður eftir árásina sem átti sér stað um ellefuleytið á bílastæði í Mjóddinni í Reykjavík. Særði maðurinn var fluttur á sjúkrahús með alvarleg áverka. Hinn grunaði var handtekinn á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×