Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 07:53 Stjórnendur byggingarfyrirtækja segja margt hafa áhrif á byggingu nýrra íbúða. Þeim gæti farið fækkandi næstu misseri. Vísir/Vilhelm Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað og er unnin milli talninga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS) á íbúðum í byggingu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gera stjórnendur fyrirtækjanna ráð fyrir 17 prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins kemur fram að niðurstöðurnar bendi til þess að hár fjármagnskostnaður sé mjög stór áhrifaþáttur þessa samdráttar. Þar kemur einnig fram að heildarfjöldi íbúða í byggingu hjá fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni er 2.262, sem nemur 37 prósent af öllum íbúðum í byggingu á landinu, samkvæmt tölum HMS. Gangi áform fyrirtækjanna eftir verða 1.873 íbúðir í byggingu eftir tólf mánuði samkvæmt greiningu SI. Fyrirtækin hófu, samkvæmt greiningunni, byggingu á 960 íbúðum á síðustu tólf mánuðum sem er litlu minna en þau hafa áform um að hefja á næstu tólf mánuðum, eða 1.142 íbúðir. Íbúðum í byggingu haldi áfram að fækka Í tilkynningu segir að ef þessi samdráttur er heimfærður á markaðinn í heild megi gera ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki úr 6.200 í um 5.100 á næstu tólf mánuðum. Gangi það eftir muni íbúðum í byggingu halda að fækka enn frekar. Þær voru tæplega 8.800 í mars 2023 samkvæmt talningu HMS. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Í sömu tilkynningu segir að stjórnendur byggingafyrirtækjanna geri ráð fyrir að selja um 960 íbúðir á næstu tólf mánuðum. Það séu nokkuð færri íbúðir en þær 1.531 sem þeir áætla að verði fullbúnar á sama tímabili. Á síðustu tólf mánuðum hafa þeir, samkvæmt könnuninni, selt 627 íbúðir. Meirihluti þeirra, eða 86 prósent, segja sölutíma íbúða hafa lengst á síðustu tólf mánuðum og að það megi rekja til hás vaxtastigs. Ströng lántökuskilyrði íbúðakaupenda hafi einnig áhrif. Um fjórðungur telur að það megi rekja til þess að nýjar íbúðir henti ekki því sem íbúðakaupendur eru að sækjast eftir. Tæplega 86 prósent stjórnenda segja í könnunni að háir vextir hafi dregið úr áformum þeirra um íbúðauppbyggingu, en um 14 prósent segja að þeir hafi ekki haft áhrif. Þá segja 81 prósent að hár fjármögnunarkostnaður muni draga frekar úr uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en 14 prósent telja að það muni ekki gerast. Framboð lóða, endurgreiðsla og verðhækkun aðfanga hafi einnig áhrif Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 76 prósent stjórnenda telja að lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60 prósent í 35 prósent hafi dregið úr íbúðauppbyggingu. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2023 og er ljóst að hún á sinn þátt í fækkun íbúða í byggingu, líkt og Samtök iðnaðarins vöruðu við þegar þáverandi stjórnvöld kynntu áform um breytinguna. Þá kemur einnig fram að ríflega 57 prósent stjórnenda telji að framboð af lóðum hafi heft uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu síðustu ár. Einnig segja tæplega 48 prósent stjórnenda að verðhækkun aðfanga síðustu mánaða hafi dregið úr uppbyggingu íbúða hjá fyrirtækinu. Að lokum segja ríflega 38 prósent að hækkun launa starfsmanna síðustu mánaða hafi dregið úr áformum þeirra um uppbyggingu íbúða.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira