Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 9. júlí 2025 08:02 Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Sósíalistaflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Þetta er ekki einstakt mál. Þessi sömu öfl hafa árum saman skorið niður í heilbrigðiskerfinu, menntun og velferðarþjónustu. Hjúkrunarrými eru af skornum skammti, leikskólapláss ófáanleg og bráðamóttökur á heljarþröm. Almenningur, verkafólk, stendur frammi fyrir örþrifaástandi í húsnæðismálum, lífeyrir dugir ekki til framfærslu og grunnkerfi samfélagsins molna undan þrýstingi — á meðan stjórnmálamenn tala um „aðhald“ og „skynsemi“ sem réttlætingu á vanfjármögnun og kerfisbundinni vanrækslu. Á sama tíma verja þau auðmenn, stórútgerðir og fjármálakerfi með öllum tiltækum ráðum. Þau hafna skattlagningu á fjármagnstekjur, hunsa skattsvik stórfyrirtækja og neita að innheimta sanngjarna auðlindarentu. Íslensk stjórnmálastétt hefur snúist gegn eigin þjóð og snúið sér að þeim sem borga best. En þessi hollusta við auðvaldið stoppar ekki við landamærin. Þorgerður Katrín lýsir Donald Trump sem „heillandi“, Kristrún Frostadóttir forðast harðar aðgerðir gegn þjóðarmorði Ísraels, og Ísland rekur stefnu sem styður heimsvaldastefnu stórvelda í gegnum NATO og sýnir meðvirkni með kúgun og stríði. Þeir sem flýja þær aðstæður sem þessi stefna skapar — flóttafólkið sem tapar heimilum sínum vegna stríðs, fátæktar og loftslagskreppu — eru svo málaðir upp sem byrði eða ógn, í stað þess að fá þá mannúð og samstöðu sem þeir eiga skilið. Við verðum að sjá hvernig þetta tengist. Þetta eru ekki tilviljanir. Þetta er hluti af kerfi sem heldur völdum og auði í höndum fárra — kerfi sem sósíalistar hafa lýst svo skýrt: „Kapítalisminn hefur þróast í alþjóðlegt kerfi nýlendukúgunar og fjárhagslegrar undirokunar, þar sem örfá háþróuð ríki sliga meirihluta mannkynsins.“ — Heimsvaldastefna: hæsta stig kapítalismans (1916) Kapítalisminn byggir á gróða, ekki á velferð. Hann getur ekki lagað heiminn – hann bíður hvorki upp á réttlæti né mannúð. Sama á við um loftslagsvána: þrátt fyrir að árið 2024 hafi verið heitasta ár sögunnar halda olíu- og gasfyrirtæki áfram að moka inn milljörðum. Kapítalisminn mun ekki stöðva sjálfan sig – eins og Karl Marx benti á: „Kapítalisminn fórnar báðum uppsprettum auðs síns: fólki og náttúru.“ (1867) Kapítalisminn er því eins og krabbamein sem vex stanslaust í þágu örfárra, þó að hann muni á endanum tortíma sjálfum sér. Og á meðan milljónir flýja heimkynni sín – úr sívaxandi eyðimerkum, borgum sem sprengdar eru í loft upp og löndum sem hrynja undan þunga loftslagsbreytinga og átaka – þá reisa vestræn ríki girðingar og kerfi til að útiloka þá. Þar á meðal á Íslandi. En venjuleg íslensk manneskja á meira sameiginlegt með Palestínumanni í Rafah en hún á með Bjarna Benediktssyni eða Þorsteini Má. Við deilum baráttu fyrir mannsæmandi lífi, öruggu heimili, hreinu lofti og réttlæti — á meðan kapítalísk yfirstétt deilir bara sín á milli: völdum, arði og yfirráðum. Við stöndum því frammi fyrir valkosti. Ekki bara um veiðigjöld, heldur um framtíðina sjálfa. Um það hvort við viljum samfélag byggt á mannúð, réttlæti og alþjóðlegri samstöðu þar um – eða áframhaldandi og sívaxandi villimennsku þar sem örfáir græða stórkostlega á vaxandi misskiptingu, stríðsrekstri og loftslagskreppu sem stefnir í óafturkræft hrun lífsskilyrða á jörðinni. Eins og Rósa Luxemburg orðaði það í Junius-bæklingnum (1915–1916, samið í fangelsi og smyglað til útgáfu í Zúrich 1916) „Valið er skýrt: félagshyggja eða villimennska.“ Rósa var myrt þann 15. janúar 1919 af Freikorps-liðum – vopnuðum fasískum sveitum sem höfðu hlotið stuðning og umboð frá leiðtogum Þýska sósíaldemókrataflokksins, fyrrum flokksfélögum hennar, sem höfðu gert bandalag með auðvaldinu gegn róttækum sósíalistum og ruddu þannig braut Adolfs Hitlers og nasismans. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun