Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2025 12:22 Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir hina umdeildu 72. grein þingskaparlaga ekki til umræðu meðal stjórnarflokkanna. Vísir/Anton Brink Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina. Þingfundur hófst í dag klukkan tíu eftir að hefðbundnum mánudagsfundi forseta með þingflokksformönnum lauk. Á fundinum hvatti Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þingflokkana til að koma sér saman um þinglok en miðað við að veiðigjöldin eru ein á dagskrá í dag er ljóst að árangurinn sem þingflokksformenn tala um í samtölum við fréttastofu sé takmarkaður. „Dagskráin ber þess merki að ekki hafa náðst hér samningar. En þar sem að stjórninni með sín hundrað mál hefur orðið nokkuð ágengt. Stjórnarandstaðan hefur alls ekki flækst fyrir þar sem að heil gomma er þegar orðin að lögum. Þá er einstaka atriði sem út af stendur og eru í ákveðnum hnút. En að mínu mati þarf ekki mikla lagni til að leysa,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Umræðan um umræðuna Allir eru formenn þingflokkanna sammála um að einlægur vilji sé til staðar en þingfundur dagsins hófst á umræðum um fundarstjórn þar sem þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um umræðuna um umræðuna um veiðigjöld. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók fyrst til máls þegar þingfundur hófst klukkan tíu. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum tók til máls á eftir henni, undir liðnum fundastjórn forseta, um það að ræða þyrti fleiri mál en veiðigjaldafrumvarpið. Eiginleg umræða um frumvarpið hófst svo tuttugu mínútur í ellefu. Sex voru á mælendaskrá þegar umræða hófst, þar voru margir á leið í á fertugustu ræðu. Sá sem flestar ræður hefur haldið um málið á mælendaskrá er Njáll Trausti Friðbertsson. Hann mun taka til máls í 53. sinn um málið. Enginn stjórnarþingmaður er á mælendaskrá. Vilja ekki þvinga atkvæðagreiðslu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, formaður þingflokks Viðreisnar, sögðu báðir að eðlilegast væri að leysa ágreiningsmál fylkinganna með atkvæðagreiðslu. Sigmar Guðmundsson segir það ekki til skoðunar að beita 71. grein þingskaparlaga en hún kveður meðal annars á um að forseti Alþingis eða níu þingmenn geti krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið og málið fært til atkvæðagreiðslu. „Það eru þingsköp í gildi. Við erum ekki komin á þann stað að það sé verið að spekúlera í því,“ segir Sigmar. Ingibjörg Isaksen tekur undir með formönnum þingflokka stjórnarflokkanna. „Það er mikilvægt að semja um þinglok. Það er betra en aðrar leiðir því þannig hefur þetta alltaf verið gert,“ segir hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56 Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þingfundur hófst í dag klukkan tíu eftir að hefðbundnum mánudagsfundi forseta með þingflokksformönnum lauk. Á fundinum hvatti Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þingflokkana til að koma sér saman um þinglok en miðað við að veiðigjöldin eru ein á dagskrá í dag er ljóst að árangurinn sem þingflokksformenn tala um í samtölum við fréttastofu sé takmarkaður. „Dagskráin ber þess merki að ekki hafa náðst hér samningar. En þar sem að stjórninni með sín hundrað mál hefur orðið nokkuð ágengt. Stjórnarandstaðan hefur alls ekki flækst fyrir þar sem að heil gomma er þegar orðin að lögum. Þá er einstaka atriði sem út af stendur og eru í ákveðnum hnút. En að mínu mati þarf ekki mikla lagni til að leysa,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Umræðan um umræðuna Allir eru formenn þingflokkanna sammála um að einlægur vilji sé til staðar en þingfundur dagsins hófst á umræðum um fundarstjórn þar sem þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um umræðuna um umræðuna um veiðigjöld. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók fyrst til máls þegar þingfundur hófst klukkan tíu. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum tók til máls á eftir henni, undir liðnum fundastjórn forseta, um það að ræða þyrti fleiri mál en veiðigjaldafrumvarpið. Eiginleg umræða um frumvarpið hófst svo tuttugu mínútur í ellefu. Sex voru á mælendaskrá þegar umræða hófst, þar voru margir á leið í á fertugustu ræðu. Sá sem flestar ræður hefur haldið um málið á mælendaskrá er Njáll Trausti Friðbertsson. Hann mun taka til máls í 53. sinn um málið. Enginn stjórnarþingmaður er á mælendaskrá. Vilja ekki þvinga atkvæðagreiðslu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, formaður þingflokks Viðreisnar, sögðu báðir að eðlilegast væri að leysa ágreiningsmál fylkinganna með atkvæðagreiðslu. Sigmar Guðmundsson segir það ekki til skoðunar að beita 71. grein þingskaparlaga en hún kveður meðal annars á um að forseti Alþingis eða níu þingmenn geti krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið og málið fært til atkvæðagreiðslu. „Það eru þingsköp í gildi. Við erum ekki komin á þann stað að það sé verið að spekúlera í því,“ segir Sigmar. Ingibjörg Isaksen tekur undir með formönnum þingflokka stjórnarflokkanna. „Það er mikilvægt að semja um þinglok. Það er betra en aðrar leiðir því þannig hefur þetta alltaf verið gert,“ segir hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56 Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56
Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36