Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2025 13:48 Gianni Infantino, forseti FIFA, hittir gamlar hetjur; Ronaldo, Roberto Baggio og David Beckham fyrr á mótinu. Image Photo Agency/Getty Images Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí. HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira