Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2025 13:48 Gianni Infantino, forseti FIFA, hittir gamlar hetjur; Ronaldo, Roberto Baggio og David Beckham fyrr á mótinu. Image Photo Agency/Getty Images Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí. HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Fólk sem var á tánum og keypti snemma miða á komandi undanúrslitaleik situr eftir með sárt ennið og fátæklegri bankabók en aðrir sem keyptu miða þremur dögum síðar. Verð á ódýrustu hefðbundnum miðum á leik enska liðsins Chelsea og brasilíska félagsins Fluminensem, nam á þriðjudaginn var 473,9 dollurum, tæplega 60 þúsund íslenskum krónum. Vegna lakrar eftirspurnar höfðu samskonar miðar lækkað niður í 13,4 dollara, um 1.300 krónur, á laugardagsmorgun. Verðið hafði því lækkað um 97,3 prósent fyrir samskonar miða á MetLife-völlinn, heimavöll New York Jets og New York Giants í NFL-deildinni, sem staðsettur er í New Rutherford í New Jersey. Miðaverðið eftir lækkunina þýðir jafnframt að dýrara er fyrir áhorfendur að kaupa sér Philly ostasteik (15 dalir) eða bjór (14 dalir) á vellinum í New Jersey, heldur en aðgang að leiknum. Miðasala hefur gengið illa á mótinu vestanhafs og sjónvarpsáhorfendur orðið varir við hálftóma stúku og flestum leikjum. Sjálfboðaliðar á mótinu fengu margir hverjir boð um fjóra boðsmiða á alla leiki átta liða úrslita mótsins, að leik Dortmund og Real Madrid undanskildum. On one hand, FIFA doing everything to increase access and attendances. On the other, those who bought tickets in good faith have paid an extortionate price compared to those buying three days later. FIFA not commenting on whether fans will get any refund.https://t.co/ArHnkzArHC— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 5, 2025 FIFA selur miða á leiki mótsins í gegnum veituna Ticketmaster og sjá hefur mátt miklar sveiflur á miðaverði í gegnum allt mótið. Aðallega hefur þróunin verið niður á við, líkt og fyrir leik Fluminense og Chelsea. FIFA hefur ekki tjáð sig um hvort stuðningsmenn sem keyptu miða á leikinn á upprunalegu verði fái einhverskonar endurgreiðslu samkvæmt Adam Crafton, blaðamanni The Athletic. Fluminense og Chelsea mætast klukkan 19:00 annað kvöld. Sólarhring síðar eigast Real Madrid og PSG við á sama velli í síðari undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikur mótsins fer einnig fram á MetLife-vellinum, sunnudagskvöldið 13. júlí.
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira