Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 23:02 Jón Pétur Zimsen hefur flutt 44 ræður um veiðigjaldafrumvarpið þegar þetta er skrifað. Vísir/Anton Brink Umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er nú orðin sú næstlengsta frá árinu 1991 eftir að hafa tekið fram úr umræðunni um Icesave-ábyrgðina frá 2010. Veiðigjöldin hafa nú verið rædd í ríflega 136 klukkustundir og narta í hælana á þriðja orkupakkanum. Ljóst varð skömmu eftir klukkan níu í kvöld að veiðigjaldafrumvarpið hefði tekið fram úr Icesave. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða stjórnarandstöðuþingmaður var í pontu eða hvaða orð voru látin falla þegar þessum merka áfanga var náð en líklega eru það annað hvort Bryndís Haraldsdóttir eða Sigurður Ingi Jóhannsson samkvæmt mælendaskrá. Um tíu mínútum eftir að annað sætið var tryggt var öðrum áfanga náð. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins hélt sína fyrstu ræðu um veiðigjaldafrumvarpið og þar með hafa allir þingmenn stjórnarandstöðunnar flutt sína 20 mínútna ræðu fyrir þingið. Alþingi var sameinað í eina málstofu árið 1991. Þónokkur þingmál hafa fengið mikla umræðu síðan en aðeins fjögur náð yfir hundrað klukkustunda múrinn. Innleiðing EES-samningsins árið 1993 var rædd í rúmlega hundrað klukkustundir, Icesave-ábyrgðin var rædd í rúmlega 135 klukkustundir árið 2010 og loks trónir umræðan um þriðja orkupakkann á toppnum en hún var rædd í 147 klukkustundir árið 2019. Nú hefur veiðigjaldafrumvarpið náð 137. klukkustund sinni í pontu og því farið að seilast ískyggilega í nafnbót lengstu þingdeilu sögunnar. Sérstaklega í ljósi þess að ekkert bendi til þess að umræðunni ljúki í bráð að svo komnu máli. Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gekkst við því fyrr í dag í viðtali í Reykjavík síðdegis að stjórnarandstaðan væri að stunda málþóf. Hún sjálf flytur sína 42. ræðu um frumvarpið seinna í kvöld. Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 2. júlí 2025 20:14 Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. 2. júlí 2025 13:16 Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 1. júlí 2025 15:52 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Ljóst varð skömmu eftir klukkan níu í kvöld að veiðigjaldafrumvarpið hefði tekið fram úr Icesave. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða stjórnarandstöðuþingmaður var í pontu eða hvaða orð voru látin falla þegar þessum merka áfanga var náð en líklega eru það annað hvort Bryndís Haraldsdóttir eða Sigurður Ingi Jóhannsson samkvæmt mælendaskrá. Um tíu mínútum eftir að annað sætið var tryggt var öðrum áfanga náð. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins hélt sína fyrstu ræðu um veiðigjaldafrumvarpið og þar með hafa allir þingmenn stjórnarandstöðunnar flutt sína 20 mínútna ræðu fyrir þingið. Alþingi var sameinað í eina málstofu árið 1991. Þónokkur þingmál hafa fengið mikla umræðu síðan en aðeins fjögur náð yfir hundrað klukkustunda múrinn. Innleiðing EES-samningsins árið 1993 var rædd í rúmlega hundrað klukkustundir, Icesave-ábyrgðin var rædd í rúmlega 135 klukkustundir árið 2010 og loks trónir umræðan um þriðja orkupakkann á toppnum en hún var rædd í 147 klukkustundir árið 2019. Nú hefur veiðigjaldafrumvarpið náð 137. klukkustund sinni í pontu og því farið að seilast ískyggilega í nafnbót lengstu þingdeilu sögunnar. Sérstaklega í ljósi þess að ekkert bendi til þess að umræðunni ljúki í bráð að svo komnu máli. Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gekkst við því fyrr í dag í viðtali í Reykjavík síðdegis að stjórnarandstaðan væri að stunda málþóf. Hún sjálf flytur sína 42. ræðu um frumvarpið seinna í kvöld.
Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 2. júlí 2025 20:14 Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. 2. júlí 2025 13:16 Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 1. júlí 2025 15:52 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 2. júlí 2025 20:14
Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. 2. júlí 2025 13:16
Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 1. júlí 2025 15:52