Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2025 22:33 Ágúst Jakob Ólafsson er verkstjóri ÍAV við Reykjanesbraut. Lýður Valberg Sveinsson Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50