Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2025 12:59 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu og sagði öllu snúið á hvolf þegar stjórnarandstaðan lagði til að dagskrá þingsins yrði breytt, Vísir/Vilhelm Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira