Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 10:08 Stór hluti nemenda við Háskóla Íslands kemur akandi í skólann. Umræða um bílastæðagjöld hafa verið áberandi undanfarin ár og nú er komið að stóru stundinni. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að í stefnu háskólans sé lögð áhersla á að skólinn sé leiðandi á sviði sjálfbærni- og umhverfismála. „HÍ er einn stærsti vinnustaður landsins og því í góðri stöðu til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið hvað þetta varðar. Liður í sjálfbærnistefnu skólans er innleiðing á skráningu og gjaldtöku af ökutækjum þeirra sem nýta bílastæði skólans,“ segir í tilkynningunni. Breytingunni sé ætlað að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu og gjaldtöku verði stillt í hóf. Gjaldtaka hefst 18. ágúst, eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Mánaðaráskrift mun kosta 1.500 kr. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. Bílastæðum verður skipt í tvo flokka: Valin bílastæði næst helstu byggingum verða gjaldskyld með tímagjaldi fyrir alla. Um er að ræða skammtímastæði sem verða merkt sérstaklega. Öll önnur bílastæði verða gjaldskyld með tímagjaldi, en starfsfólki og nemendum býðst að nýta þau sem langtímastæði gegn mánaðarlegri áskrift á vægu gjaldi. Aðilar með P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk, geta lagt í bílastæði án endurgjalds. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. sem jafngildir verðflokki P4 hjá Bílastæðasjóði. Nemendum og starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í mánaðaráskrift fyrir 1.500 kr. og geta þá lagt bíl sínum án viðbótarkostnaðar á langtímastæði. Hver einstaklingur getur skráð tvo bíla, en aðeins verður hægt að leggja einum bíl í einu (eða þeim sem fyrr er lagt) á þessum kjörum. Verði báðum bílum lagt á sama tímabili gildir tímagjald fyrir þann sem seinna kemur. Starfsmenn og nemendur í Læknagarði munu geta nýtt sér sömu kjör og lagt bílum sínum á svæði Landspítalans. Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann sérstaklega og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning þessa verkefnis. Verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar. Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin. Háskólar Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23 Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að í stefnu háskólans sé lögð áhersla á að skólinn sé leiðandi á sviði sjálfbærni- og umhverfismála. „HÍ er einn stærsti vinnustaður landsins og því í góðri stöðu til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið hvað þetta varðar. Liður í sjálfbærnistefnu skólans er innleiðing á skráningu og gjaldtöku af ökutækjum þeirra sem nýta bílastæði skólans,“ segir í tilkynningunni. Breytingunni sé ætlað að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu og gjaldtöku verði stillt í hóf. Gjaldtaka hefst 18. ágúst, eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Mánaðaráskrift mun kosta 1.500 kr. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. Bílastæðum verður skipt í tvo flokka: Valin bílastæði næst helstu byggingum verða gjaldskyld með tímagjaldi fyrir alla. Um er að ræða skammtímastæði sem verða merkt sérstaklega. Öll önnur bílastæði verða gjaldskyld með tímagjaldi, en starfsfólki og nemendum býðst að nýta þau sem langtímastæði gegn mánaðarlegri áskrift á vægu gjaldi. Aðilar með P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk, geta lagt í bílastæði án endurgjalds. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. sem jafngildir verðflokki P4 hjá Bílastæðasjóði. Nemendum og starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í mánaðaráskrift fyrir 1.500 kr. og geta þá lagt bíl sínum án viðbótarkostnaðar á langtímastæði. Hver einstaklingur getur skráð tvo bíla, en aðeins verður hægt að leggja einum bíl í einu (eða þeim sem fyrr er lagt) á þessum kjörum. Verði báðum bílum lagt á sama tímabili gildir tímagjald fyrir þann sem seinna kemur. Starfsmenn og nemendur í Læknagarði munu geta nýtt sér sömu kjör og lagt bílum sínum á svæði Landspítalans. Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann sérstaklega og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning þessa verkefnis. Verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar. Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin.
Háskólar Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23 Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47
Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16