Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 18:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er stödd í Haag á leiðtogafundi NATO. Vísir/Anton Brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Eftir bæði utanríkisráðherrafundinn í gær og leiðtogafundinn í dag segist Þorgerður finna fyrir mikilli samstöðu meðal þjóðanna. Hún fór yfir efni fundanna og helstu mál þeirra í Reykjavík síðdegis í dag. „Þá var rosalega gott að hlusta á okkar bandalagsþjóðir frekar undirstrika samstöðu og samtakamátt, vilja til að gera betur og líka ákveðið raunsæi á þá stöðu sem er núna í heimsmálunum. Mér fannst gott að heyra bæði Bandaríkjaforseta tala á þessum nótum en líka aðrar þjóðir sem eru stórar og skipta miklu máli.“ Þú hittir Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna? „Já, ég náði reyndar líka að taka í spaðann á honum Trump, hann er nú heillandi karlinn. Hann má eiga það.“ Þorgerður segist hafa helst rætt samheldni og samstöðu við Rubio. Hún og Kristrún voru einnig meðal þjóðarfulltrúa sem biðluðu til Trump að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. „Ísland stendur sem fyrr með sínum gildum um mannúð og að rétta þeim ríkjum og hópum hjálparhönd sem búa við neyðarástand. Það er ljóst að það þarf að reyna að byggja undir vopnahlé. Við vonum að Bandaríkin muni gera það sem þau geta til að koma á vopnahléi á svæðinu. Bæði vegna átakanna milli Íran og Ísraels en ekki síður að það verði í þágu íbúanna á Gasa.“ Ekki að leggja inn á bankabók hjá NATO Þorgerður segir varnarbandalagið NATO standa sterkar en það gerði fyrir sex mánuðum. Þá sé ríkur skilningur á því að kröfur til Íslands séu ekki þær sömu í tengslum við varnarframlög og til annarra þjóða innan bandalagsins. „En það þýðir ekki að það séu ekki gerðar kröfur til okkar við að byggja upp og taka þátt í að efla öryggi og varnir bandalagsríkjanna og Atlandshafsbandalagsins. Og á endanum erum við alltaf í þessu fyrir frið og frelsi.“ Þorgerður, Kristrún og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra greindu frá því í skoðanagrein á Vísi í dag að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. „Þetta tekur tíma, þetta mun taka að minnsta kosti tíu ár. Við erum þegar að uppfylla hluta af þessu. Við erum að setja fjármuni í varnartengd verkefni, hvort sem það er í gegnum Landhelgisgæsluna, CERT-IS, ríkislögreglustjóra og sérsveitina. Ýmsa aðra innviðauppbyggingu og svo framvegis. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og við megum heldur ekki gleyma því að fjárfesting í öryggi og vörnum fyrir okkur er ekki þannig að við erum að leggja þetta inn á einhverja bankabók hjá NATO. Við erum að fjárfesta í íslenskum innviðum, í efnahagsmálum þannig að sá partur verður að mestu leyti innan okkar hagkerfis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
NATO Utanríkismál Bylgjan Öryggis- og varnarmál Donald Trump Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Reykjavík síðdegis Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira