Við getum gert betur Einar Bárðarson skrifar 25. júní 2025 14:00 Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku. Þar segja 87% svarenda að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki, en um leið lýsa 63% þeirra óánægju eða mikilli óánægju með samskiptin við þau. Þá segjast 60% svarenda bera lítið eða mjög lítið traust til heilbrigðiseftirlitsins á sínu svæði. Aðspurðir um hvað mætti bæta nefna yfir helmingur svarenda aukna samvinnu, aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og betra viðmót — allt atriði sem lúta að mannlegum þáttum frekar en regluverkinu sjálfu. Kalla eftir betri samskiptum Í opnum svörum segja margir að mismunandi staðlar gildi eftir stöðum; sumir fái fyrirvara um eftirlit en aðrir ekki. Þá virðist túlkun einstakra starfsmanna ráða niðurstöðum í stað skýrt skilgreindra reglna. Regluverkið er talið óskýrt, samskiptin lítil sem engin og skortur sé á faglegum stuðningi og leiðbeiningum, meðal annars í leyfisferlum. Gagnrýnt er að kröfur breytist ár frá ári án skýringa, og að reglur séu settar án tillits til fagþekkingar matreiðslumanna. Félagar kalla eftir aukinni fagmennsku, betri mannlegum samskiptum og skýrum, skriflegum stöðlum sem tryggi jafnræði og gagnsæi í meðferð mála. Ráðherra stígur vasklega fram Í grein sem birtist í síðustu viku beindi Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, orðum sínum til veitingamanna og sagði hafa verið rutt úr vegi hindrunum í nýrri reglugerð. Sérstaklega vísaði hann til svonefndrar fjögurra vikna reglu, sem kveður á um að hver sem er geti sent inn athugasemd við leyfisveitingu, og að eftirlitið hafi þá fjórar vikur til að bregðast við. Að þeim tíma liðnum geti veitingamaður þurft að bíða í allt að fjórar vikur í viðbót eftir endanlegri ákvörðun. Grein ráðherrans var fagnað hjá okkur í SVEIT. Fjórar vikur í fjórar vikur Kaldhæðni örlaganna hagaði því þó þannig að þegar sótt var um breytingu á rekstraraðila í þekktu veitingarými í starfandi mathöll, var umsækjanda tjáð að breytingarnar hefðu ekki tekið gildi. Aðspurður um hvenær þær tækju gildi fékk hann það svar frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins: „Þær taka gildi eftir fjórar vikur.“ Það var þó viku eftir yfirlýsingar ráðherrans. Tökum höndum saman Sveit, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði kalla eftir uppbyggilegri samtali um hvernig bæta má aðstoð við úrlausnir, styttri bið eftir úttektum og vinnslu fyrirspurna, sem og bæta viðmót án þess að það komi niður á gæðum eða hollustuháttum. Því eins og kemur skýrt fram hjá félagsmönnum þá segja 87% þeirra að heilbrigðiseftirlitin sinni mikilvægu hlutverki. Slík skoðun mun örugglega spara verulegar fjárhæðir og verðmætan tíma hjá hinu opinbera og fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun