Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 11:50 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður. Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður.
Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“