Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. júní 2025 10:30 Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Veitingastaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun