Starbucks frestar opnun fram í lok sumars Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 07:07 Annað kaffihús Starbucks í Reykjavík verður á Laugavegi. Hafliði Breiðfjör Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar. Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel. Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Stefnt var að því að opna tvö kaffihús Starbucks í miðborg Reykjavíkur nú í maí en nú er ljóst að reykvískir kaffiunnendur þurfi að bíða lengur. Morgunblaðið ræddi við Daníel Kára Stefánsson, framkvæmdastjóra Starbucks á Íslandi, sem segir nýja reglugerð sem hann vissi ekki af hafa tafið leyfisveitingarferlið umtalsvert. Fleiri í vandræðum vegna borgarinnar Aðstandendur Starbucks á Íslandi eru ekki þeir einu sem hafa ýmislegt að athuga við leyfisveitingarferlin hjá borginni en eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna bakarí í húsnæði við Barónsstíg 6. Axel Þorsteinsson bakari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi neyðst til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Ný reglugerð um hollustuhætti sem tók gildi í maí felur í sér að hvert einasta starfsleyfi þarf að auglýsa á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfið er veitt. Hver sem er geti sent imn kvörtun við leyfisveitinguna og þá hafi eftirlitið fjórar vikur til að vinna úr þeim. Að þeim tíma liðnum geta veitingamenn svo þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir að endanleg ákvörðun verði tekin. Vissi ekki af reglugerðinni Daníel Kári segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað af þessari reglugerð þegar hann sótti um rekstrarleyfi. Engar upplýsingar um það hafi legið fyrir á heimasíðu borgarinnar. „Þar var hvergi minnst á þetta ferli í leiðbeiningunum. Svo hringi ég í heilbrigðiseftirlitið til að taka stöðuna eftir að ég sendi inn umsókn og þá fæ ég þessar upplýsingar,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Þá segir hann einnig að viðhalda þurfi þjálfun starfsmanna á meðan beðið er eftir opnun og að það kosti sitt. Tilvonandi starfsmenn hafi meðal annars verið sendir í þjálfun til Spánar með tilheyrandi kostnaði. „Þeir verða alla vega í góðri þjálfun þegar við opnum,“ segir Daníel.
Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira