Beðasléttur í borginni: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 19:21 Þuríður Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Laugarnesbænum og segir framkvæmdirnar hafa valdið miklum skaða. Vísir/Lýður Valberg Laugarnesvinir óttast að óafturkræfar skemmdir hafi verið unnar á fornminjum á Laugarnesi í framkvæmdum Veitna. Til stendur að leggja þar lagnastokk en að sögn Veitna er grafið á grunnu dýpi og minjar því ekki í hættu. Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“ Reykjavík Fornminjar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“
Reykjavík Fornminjar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira