Ein á móti rýmkuðu sorgarleyfi Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 16:57 Sigríður steig í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn frumvarpinu. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, greiddi ein atkvæði gegn frumvarpi um sorgarleyfi foreldra sem missa maka sína. Fyrir atkvæðagreiðslu sagði hún ekkert hafa komið fram sem benti til þess að rýmka þyrfti lög um sorgarleyfi með þeim hætti og að það myndi kosta hálfan milljarð króna á ári. Því gæti hún ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Alþingi samþykkti nú síðdegis frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis og styrkja enn frekar stöðu barna og barnafjölskyldna sem verða fyrir áföllum. Foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín Í fréttatilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að sorgarleyfi sé lagalegur réttur foreldra til að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis í sex mánuði og greiðslur til að koma til móts við tekjutap á meðan. Með nýju lögunum nái sorgarleyfi einnig til foreldra sem missa maka og eiga börn yngri en 18 ára. Foreldrar sem ekki eru í vinnu eða í minna en 25 prósenta starfi geti átt rétt á sorgarstyrk. „Gríðarlegt álag fylgir því að missa maka og vera á sama tíma til staðar fyrir syrgjandi barn. Ákall hafði verið um að við stæðum með foreldrum í þessari stöðu – og það höfum við nú gert. Með nýju lögunum veitum við fólki svigrúm til að syrgja og tíma til að vera til staðar fyrir börnin sín á erfiðustu stundum lífsins.Sorgarleyfið veitir fólki rými til að ná einfaldlega andanum, finna fótfestu í nýjum veruleika og safna hugrekki til að lifa áfram með sorginni. Þetta eru þannig manneskjuleg lög sem skipta miklu máli,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Víðtæk samstaða í umsögnum Þá segir að víðtæk samstaða hafi verið um lagabreytingarnar í umsögnum um frumvarpið. Þau hafi til að mynda verið talin mikil réttarbót og mikilvægt skref í átt að betri félagslegum stuðningi fyrir þá sem missa nákomna. Sorgarmiðstöðin hafi í umsögn sinni bent á að breytingarnar veittu nauðsynlegt svigrúm til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. „Slíkt svigrúm er forsenda þess að fjölskyldur geti leitað viðeigandi úrræða sem stuðla að farsælli endurkomu foreldra á vinnumarkað og aðstoða börn við að taka aftur virkan þátt í daglegu lífi og samfélagi eftir áföll.“ Loks segir að til viðbótar feli lögin í sér að: Foreldri á nú sjálfstæðan rétt til sorgarleyfis eða sorgarstyrks í allt að þrjá mánuði frá þeim degi sem fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu á sér stað. Áður var tímabilið tveir mánuðir. Foreldri sem verið hefur í samfelldu starfi á nú sjálfstæðan rétt á sorgarleyfi eða sorgarstyrk í allt að sex mánuði frá þeim degi sem andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu. Áður var tímabilið þrír mánuðir. Víðtæk samstaða í þinginu, fyrir utan Sigríði Líkt og í umsagnarferlinu var víðtæk samstaða meðal alþingismanna um frumvarpið 52 greiddu atkvæði með frumvarpinu, einn gegn frumvarpinu, þrír sátu hjá og sjö voru fjarverandi. Eini þingmaðurinn sem sagði nei var Sigríður Á. Andersen Miðflokki og þeir þrír sem sátu hjá tilheyra einnig þingflokki Miðflokksins. Það voru þeir Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason og Snorri Másson. Sigríður gerði grein fyrir atkvæði sínu fyrir atkvæðagreiðslu. Hún sagði að ákvæði um sorgarleyfi hefðu verið sett í lög á síðasta kjörtímabili og síðan þá hefði ekki komið upp neitt það tilefni sem kallaði á að ríkissjóður yki umfang sitt með „þvílíkum“ hætti, sem frumvarpið fæli í sér. „Þá kom líka fram í meðferð háttvirtrar velferðarnefndar að það væru engar rannsóknir eða annað sem lægju til grundvallar því að þetta frumvarp þjónaði tilgangi sínum. Frumvarp þetta felur í sér verulega aukningu ríkisútgjalda, um hátt í hálfan milljarð á ári. Í því ljósi, og þess sem ég nefndi hér á undan, þá get ég ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Börn og uppeldi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40