Þéttur eða þríklofinn Sjálfstæðisflokkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2025 16:00 Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun