Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 09:18 Zia Yusuf (t.h.) með Nigel Farage (t.v.) þegar allt lék í lyndi í febrúar. Yusuf sagði af sér sem formaður Umbótaflokksins í gær. Vísir/EPA Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum. Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum.
Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira