Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 08:47 Konurnar dvöldu í möstrum Hvala 8 og 9 í um þrjátíu klukkustundir. Vísir/Vilhelm Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. Þær Anahita og Elissa urðu landsfrægar í september 2023 þegar þær komu sér fyrir í tunnum hvalskipanna tveggja í skjóli nætur, í því skyni að koma í veg fyrir að bátarnir kæmust úr höfn. Þar dvöldu þær í um 30 klukkustundir. Konurnar eru báðar virkir aðgerðarsinnar sem hafa lengi barist gegm hvalveiðum víða um heim. Anahita er 34 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó þar sem hún starfar sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. Elissa Bijou er 36 ára og búsett í Lundúnum. Óásættanleg málsmeðferð Samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum eru konurnar báðar ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd með því að hafa mánudaginn 4. september farið í heimilidarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Auk þessa eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga. Umrædd grein lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Anahita Babaei er sjálfstæður listamaður og aðgerðarsinni búsettur í Mílanó.Vísir/Vilhelm Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir eru lögmenn kvennanna. Í aðsendri grein á Vísi segja þær þetta óásættanlega málsmeðferð og segja vegið að tjáningarfrelsinu og þar með að grunnstoð réttarríkisins. „Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga,“ segja þær. Gagnrýna nítjándu greinina Linda og Katrín telja nítjándu grein lögreglulaga gallaða. Þá grundvallarforsendu vanti í fyrsta málslið að fyrirmæli lögreglu séu lögmæt til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Þar að auki telja þær það hvað rannsókn lögreglu tók langan tíma, hartnær tvö ár, hafa skert frelsi Anahitu og Elissu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn þegar Anahita og Elissa dvöldu í tunnunum.Vísir/Vilhelm „Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram,“ segja þær. Vegið að tjáningarfrelsinu Linda og Katrín gera alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu. „[Þ]ar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins.“ Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Dómsmál Hafnarmál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Þær Anahita og Elissa urðu landsfrægar í september 2023 þegar þær komu sér fyrir í tunnum hvalskipanna tveggja í skjóli nætur, í því skyni að koma í veg fyrir að bátarnir kæmust úr höfn. Þar dvöldu þær í um 30 klukkustundir. Konurnar eru báðar virkir aðgerðarsinnar sem hafa lengi barist gegm hvalveiðum víða um heim. Anahita er 34 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó þar sem hún starfar sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. Elissa Bijou er 36 ára og búsett í Lundúnum. Óásættanleg málsmeðferð Samkvæmt ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum eru konurnar báðar ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd með því að hafa mánudaginn 4. september farið í heimilidarleysi um borð í skipin, Hval 8 og Hval 9, komið sér þar fyrir í tunnu í mastri skipsins og neitað að yfirgefa skipið þrátt fyrir fyrirmæli lögreglu þar um. Auk þessa eru þær báðar ákærðar fyrir brot á nítjándu grein lögreglulaga. Umrædd grein lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Anahita Babaei er sjálfstæður listamaður og aðgerðarsinni búsettur í Mílanó.Vísir/Vilhelm Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir eru lögmenn kvennanna. Í aðsendri grein á Vísi segja þær þetta óásættanlega málsmeðferð og segja vegið að tjáningarfrelsinu og þar með að grunnstoð réttarríkisins. „Þær eru ákærðar fyrir að brjótast „niður í skip” sem þær gerðu augljóslega ekki. Einnig eru konurnar ákærðar fyrir að brjóta gegn lögum um siglingaröryggi, en þó liggur fyrir að umrædd skip áttu aldrei að sigla úr höfn, á meðan á mótmælunum stóð. Að lokum eru þær ákærðar fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með gegn 19. grein lögreglulaga,“ segja þær. Gagnrýna nítjándu greinina Linda og Katrín telja nítjándu grein lögreglulaga gallaða. Þá grundvallarforsendu vanti í fyrsta málslið að fyrirmæli lögreglu séu lögmæt til þess að borgurum beri fortakslaus skylda til að hlýða. Þar að auki telja þær það hvað rannsókn lögreglu tók langan tíma, hartnær tvö ár, hafa skert frelsi Anahitu og Elissu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með viðbúnað við Reykjavíkurhöfn þegar Anahita og Elissa dvöldu í tunnunum.Vísir/Vilhelm „Óljóst er hvað var raunverulega verið að rannsaka í allan þennan tíma og hvaða hagsmunir voru þar undir, enda liggur fyrir að eigandi hvalveiðibátanna hefur lýst því yfir að mótmælin ollu engu tjóni. Þá er sérstaklega vísað til þess að á meðan mótmælum stóð var á helstu fréttamiðlum landsins bein útsending frá atburðum og því ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir hvað þar fór fram,“ segja þær. Vegið að tjáningarfrelsinu Linda og Katrín gera alvarlega athugasemd við framgöngu lögreglu og ákæruvalds í máli þessu. „[Þ]ar sem við teljum að hinar mikilvægu grundvallarreglur um meðalhóf, málhraða og jafnræði hafi lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi, og þar með að grunnstoð réttarríkisins.“
Hvalir Hvalveiðar Lögreglumál Dómsmál Hafnarmál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23 Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40 Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 19. maí 2025 15:23
Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. 6. september 2023 18:40
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25