Leikmenn í liði íslenskrar landsliðskonu féllu á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 19:02 Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga en hún er nú stödd í miðju landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu. Getty/Alex Nicodim Átta leikmenn norsku kvennaliðanna Vålerenga og Lilleström féllu á lyfjaprófi á dögunum en ekki hefur verið opinberað hvaða leikmenn þetta eru. Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga og varð norskur meistari á fyrsta ári sínu með liðinu í fyrra. Lyfjapróf í tengslum við leik Vålerenga og Lilleström í vor leiddu óvæntar niðurstöður í ljós. Í sýnum átta leikmanna fannst ólöglega efnið DMBA. Einn leikmannanna hefur verið kærður fyrir ólöglega lyfjanotkun en magn DMBA í sýni hennar var yfir mörkum. Ekki hefur verið gefið upp hvaða leikmaður það er. „Ég held að allir átti sig á því að það er mjög sérstakt að vera föst í svona kringumstæðum. Það eru ekki margir sem hafa fengið að upplifa eitthvað svona. Ég er samt viss um að þetta endar vel,“ sagði stórstjarnan Olaug Tvedten við norska ríkisútvarpið. Tvedten vill ekki koma með vangaveltur um hvað gerðist. „Við erum bara allar í áfalli yfir þessu öllu saman,“ sagði Tvedten. Liðsfélagi hennar Michaela Kovacs tekur undir að leikmenn liðsins hafi fengið áfall við þessar fréttir. „Við verðum að standa saman og styðja við hverja aðra. Við treystum hverri annarri og treystum þeim sem eru með málið í vinnslu,“ sagði Kovacs. Selma Pettersen, sem spilar einnig með Vålerenga, man ekki eftir neinu sérstöku þann 22. apríl síðastliðinn þegar lyfjaprófin fóru fram. „Við fengum bara það að borða sem við fáum vanalega. Ég borðaði bara það sem ég var vön. Bara ávexti og vatn. Það vera ekkert óvenjulegt á boðstólunum,“ sagði Pettersen. Leikmennirnir sem féllu fóru aftur í próf 24. maí en norska lyfjaeftirlitið staðfesti við það norska ríkisútvarpið. Það fannst ekki neitt í þeim sýnum. Norski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Íslenska landsliðkonan Sædís Rún Heiðarsdóttir spilar með Vålerenga og varð norskur meistari á fyrsta ári sínu með liðinu í fyrra. Lyfjapróf í tengslum við leik Vålerenga og Lilleström í vor leiddu óvæntar niðurstöður í ljós. Í sýnum átta leikmanna fannst ólöglega efnið DMBA. Einn leikmannanna hefur verið kærður fyrir ólöglega lyfjanotkun en magn DMBA í sýni hennar var yfir mörkum. Ekki hefur verið gefið upp hvaða leikmaður það er. „Ég held að allir átti sig á því að það er mjög sérstakt að vera föst í svona kringumstæðum. Það eru ekki margir sem hafa fengið að upplifa eitthvað svona. Ég er samt viss um að þetta endar vel,“ sagði stórstjarnan Olaug Tvedten við norska ríkisútvarpið. Tvedten vill ekki koma með vangaveltur um hvað gerðist. „Við erum bara allar í áfalli yfir þessu öllu saman,“ sagði Tvedten. Liðsfélagi hennar Michaela Kovacs tekur undir að leikmenn liðsins hafi fengið áfall við þessar fréttir. „Við verðum að standa saman og styðja við hverja aðra. Við treystum hverri annarri og treystum þeim sem eru með málið í vinnslu,“ sagði Kovacs. Selma Pettersen, sem spilar einnig með Vålerenga, man ekki eftir neinu sérstöku þann 22. apríl síðastliðinn þegar lyfjaprófin fóru fram. „Við fengum bara það að borða sem við fáum vanalega. Ég borðaði bara það sem ég var vön. Bara ávexti og vatn. Það vera ekkert óvenjulegt á boðstólunum,“ sagði Pettersen. Leikmennirnir sem féllu fóru aftur í próf 24. maí en norska lyfjaeftirlitið staðfesti við það norska ríkisútvarpið. Það fannst ekki neitt í þeim sýnum.
Norski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira